lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Sölumaður

Innflutnings- og sölufyrirtæki á neytendamarkaði óskar eftir að ráða dugmikinn og drífandi einstakling í starf sölumanns á lagnasviði.

Í boði er spennandi starf sem gerir miklar kröfur til viðkomandi starfsmanns. Um framtíðarstarf er að ræða fyrir réttan einstakling.

Starfið felur í sér sölu og ráðgjöf á almennri lagnavöru.

Starfssvið

 • Sala á almennri lagnavöru til fagaðila og einstaklinga.
 • Tilboðsgerð og svörun fyrirspurna.
 • Ráðgjöf til núverandi viðskiptavina og sókn til nýrra viðskiptavina.
 • Önnur tilfallandi verkefni á sölusviði.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Iðnmenntun sem nýtist í starfi mjög æskileg, helst á sviði pípulagna.
 • Reynsla af sölumennsku mikill kostur.
 • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði, reynsla af söluforriti mikill kostur.
 • Rík þjónustulund og mikil hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Metnaður til að ná árangri í starfi sem og mikill áhugi á sölu.
 • Stundvísi, jákvæðni og heiðarleiki í starfi.