lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Verkefnastjóri menningarmála

Akur­eyr­ar­stofa auglýsir starf verk­efna­stjóra menn­ing­ar­mála.

Um er að ræða fjöl­breytt og krefj­andi starf fyrir einstak­ling sem hefur brenn­andi áhuga á menn­ing­ar­málum. Starfið heyrir undir deild­ar­stjóra Akur­eyr­ar­stofu sem er heima­höfn atvinnu-, ferða-, menn­ingar-, kynn­ingar- og mark­aðs­mála hjá Akur­eyr­arbæ. Á Akur­eyr­ar­stofu fer fram fjöl­breytt og öflug teym­is­vinna sem miðar að því að efla Akur­eyri sem vel þekktan og eftir­sókn­ar­verðan búsetu­kost og áfanga­stað gesta, jafnt innlendra sem erlendra. Æski­legt er að viðkom­andi geti hafið störf sem fyrst. Tekið verður tillit til samþykktar bæjar­stjórnar Akur­eyrar um jafn­rétt­ismál við ráðn­ingu í starfið. Laun eru samkvæmt kjara­samn­ingi Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga og Fræða­garðs. Upplýs­ingar um kaup og kjör veitir launa­deild Akur­eyr­ar­bæjar í síma 460-1060.

Starfssvið

 • Eftir­fylgni með menn­ing­ar­stefnu Akur­eyr­ar­bæjar.
 • Stuðla að samvinnu á milli menn­ing­ar­stofnana, einstak­linga og aðila í menn­ing­ar­lífinu.
 • Umsjón með styrk­um­sóknum til Menn­ing­ar­sjóðs Akur­eyrar og starfs­launum lista­manna.
 • Umsjón með Akur­eyr­ar­vöku, Lista­sumri og Jóns­messu­hátíð.
 • Samskipti við gras­rótina í menn­ingu og viðburðum.
 • Þátt­taka í mark­aðs­setn­ingu.
 • Kynning og upplýs­inga­gjöf um menn­ing­ar­starf á Akur­eyri.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfs­ferl­is­skrá og kynn­ing­ar­bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðn­ingur fyrir hæfni viðkom­andi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 23. október 2017

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskóla­próf sem nýtist í starfi.
 • Þekking og reynsla af menn­ing­ar­málum er nauð­synleg.
 • Haldgóð reynsla af skipu­lagn­ingu menn­ing­ar­við­burða.
 • Reynsla af notkun samfé­lags­miðla í starfi.
 • Skipu­lags­hæfi­leikar, sjálf­stæði og frum­kvæði.
 • Góð almenn tölvu­kunn­átta.
 • Góð íslensku­kunn­átta ásamt einu erlendu tungu­máli.
 • Hæfi­leiki til tján­ingar í ræðu og riti.
 • Lipurð í mann­legum samskiptum.
 • Gerð er krafa um vamm­leysi og gott orðspor.

Akur­eyri er stærsti bær landsins utan höfuð­borg­ar­svæð­isins og eru íbúar um 18.500. Akur­eyri er mikill menn­ingar- og skólabær. Bærinn er miðstöð athafna­lífs og þjón­ustu fyrir allt Norð­ur­land og iðar af mannlífi  allan ársins hring. Fyrir utan hið eigin­lega bæjar­land Akur­eyrar við botn Eyja­fjarðar eru eyjarnar Grímsey og Hrísey hluti sveit­ar­fé­lagsins. Bæjar­stjórn leggur áherslu á að veita íbúum bæjar­fé­lagsins góða þjón­ustu á öllum sviðum og hlúa þannig að samfé­lagi sem er gott til búsetu.