lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Yfirverkefnastjóri verklegra framkvæmda

Ásbrú fasteignir leita að öflugum aðila með mikla reynslu af verklegum framkvæmdum.

Starfssvið

 • Umsjón með verklegum framkvæmdum.
 • Verkefnastjórnun og eftirlit með framkvæmdum.
 • Samningagerð við verktaka.
 • Útboðslýsingar/útboðsgerð og innkaup.
 • Gerð verk- og kostnaðaráætlana.
 • Skýrslugerð, gagnasöfnun og úrvinnsla.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf í byggingarverkfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af stjórnun verklegra framkvæmda.
 • Reynsla af áætlanagerð.
 • Reynsla af samningagerð og samskiptum við verktaka.
 • Lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði í starfi.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

235 Fasteignir er félag sem vinnur að útleigu, þróun og sölu fasteigna. Á skrifstofu félagsins starfa nú 5 starfsmenn. Félagið var stofnað um kaup á eignum að stærð 80.000 m² af íbúðar- og atvinnuhúsnæði á Ásbrú.