lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Hvernig sæki ég um störf?

Leit að starfi getur tekið tíma og það er mikil­vægt að vanda til verka. Gott er að skipu­leggja sig og huga vel að því hvaða skref eigi að taka svo að atvinnu­leit leiði til árangurs. Hér fyrir neðan eru nokkrir punktar til að huga að.

Hvað vil ég?

Gott fyrsta skref í leit að starfi er að velta fyrir sér hvar áhugi og mögu­leikar manns liggja. Gott er að velta fyrir sér menntun og reynslu auk styrk­leika. Jafn­framt getur verið gott að velta fyrir sér hvernig störf koma til greina, hvar maður hefur áhuga á að starfa – í hvernig fyrir­tækjum, hjá hinu opin­bera og/eða í einka­geir­anum. Er verið að leita að fullu starfi eða hluta­starfi.

Mark­aðs­settu sjálfa(n) þig

Það er ákveðið ferli að koma sér á fram­færi á vinnu­markaði og má líkja því við mark­aðs­setn­ingu þar sem hægt er að nota ýmsar leiðir. Mikilvæg byrjun í þessu ferli er að vera á skrá hjá ráðn­ing­ar­stofu eins og Capacent og vanda vel til þeirrar skrán­ingar. Mikil­vægt er að gera greina­góða og vandaða feril­skrá þar sem fram kemur hvað fengist hefur verið við í námi og starfi auk félags­mála.

Fyrir háskóla­menntað fólk eða fólk með sérhæfða menntun eða reynslu getur góð skráning á LinkedIn líka verið mjög mikilvæg. Þar er hægt að skrá feril sinn (menntun, reynslu og annað sem maður telur skipta máli), tengjast aðilum sem maður þekkir til eða vill tengjast og þar er jafn­framt hægt að setja inn eða tengja við efni á netinu sem maður kann að hafa komið að eða gefið út.

Í atvinnu­leit getur verið gott að skoða hvernig maður kemur fyrir á netinu (prófa að googla sig). Hvernig maður birtist á Face­book, Twitter og öðrum samfé­lags­miðlum er stundum skoðað í ráðn­ing­ar­ferli.

Láttu ná í þig

Við leggjum áherslu á að vera snögg að bregðast við óskum atvinnu­rek­enda. Það er því mikil­vægt að auðvelt sé að ná í þig ef starf við þitt hæfi berst okkur. Gefðu upp síma­númer þar sem svarað er og netfang. Ef ekki er svarað á daginn í þínu númeri, gefðu þá upp númer fyrir skilaboð.

Nýskráning / Mínar síður

Mikil­vægt er að gera greina­góða og vandaða feril­skrá þar sem fram kemur hvað fengist hefur verið við í námi og starfi auk félags­mála.