lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Hagnýt ráð fyrir umsækjendur

Mikil­vægur liður í því að kynna sig og koma sér á fram­færi er að setja upp greina­góða og vandaða feril­skrá og oftast er einnig farið fram á að umsókn fylgi kynn­ing­ar­bréf.

Feril­skrá

Feril­skrá er til þess gerð að kynna einstak­linginn, skýra frá menntun, reynslu, áhuga­málum og félags­störfum. Það er því mikil­vægt að feril­skrá sé vel unnin. Hæfileg lengd á feril­skrá er 1-2 blað­síður.

Það sem koma þarf fram á feril­skrá:

 • Persónu­legar upplýs­ingar.
 • Menntun og starfs­reynsla, eftir tíma­bilum.
 • Tungu­mála- og tölvu­kunn­átta.
 • Umsagn­ar­að­ilar.
 • Mynd af umsækj­anda – frjálst val. Rétt er að benda fólki á að hafa viðeig­andi mynd.
 • Vistið feril­skrár undir nafni og kenni­tölu.

Það sem ber að varast:

 • Of mikinn orða­flaum – hafa heldur stuttar og hnit­mið­aðar setn­ingar.
 • Passa upp á staf­setn­ing­ar­villur.

Hér eru sýnis­horn af þremur mismun­andi uppsetn­ingum á feril­skrám sem öllum er frjálst að nýta sér.

Feril­skrá – Sniðmát 1
Feril­skrá – Sniðmát 2
feril­skrá – Sniðmát 3

Kynn­ing­ar­bréf

Kynn­ing­ar­bréf er persónu­legra en feril­skráin, sem er form­föst. Vel uppbyggt kynn­ing­ar­bréf þarf að vera gríp­andi og vekja áhuga á að skoða viðkom­andi nánar.

Kynn­ing­ar­bréf vegna ákveðins starfs byrjar á stuttri kynn­ingu, t.d. af hverju verið er að sækja um starfið og hvað það er við starfið sem vakti áhuga á því. Í kynn­ing­ar­bréfi er tekið fram hvernig umsækj­andi mætir þeim hæfn­is­kröfum sem gerðar eru fyrir starfið og hvernig hann sér sjálfan sig passa í starfið með tilliti til fyrri reynslu.

Bréfið endar á persónu­legri nótum um að mikill áhugi sé fyrir hendi og ítrekið hvar er hægt að á í umsækj­anda í síma og netfangi.

Gott er að hafa kynn­ing­ar­bréf ekki lengra en sem nemur hálfri til einni blað­síðu. Munið í upphafi bréfs að ávarpa þann sem er titl­aður fyrir starfinu og hafa nafn ykkar og tengs­la­upp­lýs­ingar til staðar.

Varast skal:

 • Of löng bréf
 • Ítar­legar lýsingar á mann­kostum ykkar, þá er aldrei hægt að meta á pappír.
 • Útlistun á ættar­tali. Það er í lagi að tiltaka fjöl­skyldu­að­stæður, en upptaln­ingar á föður, móður, systk­inum  o.s.frv. er ofaukið.
 • Að endur­skrifa feril­skrána í samfelldum texta.

Atvinnu­viðtal

Áður en farið er í atvinnu­viðtal er gott að hafa eftir­far­andi atriði í huga:

 • Hver er ég?
 • Hvaða eigin­leika / hæfi­leika hef ég?
 • Hverjir eru styrk­leikar og veik­leikar mínir?
 • Hvað vil ég? Hvernig passar starfið við fram­tíð­ar­mark­miðin?
 • Hverjar eru hæfn­is­kröfur fyrir starfið?
 • Hvernig passar menntun og reynsla mín í starfið?
 • Veit ég eitt­hvað um fyrir­tækið? Skoða vefsíðu fyrir­tæk­isins.
 • Hvert á ég að mæta og klukkan hvað?
 • Er klæðn­aður minn viðeig­andi?
 • Jákvætt hugarfar og bros ættu ávallt að vera með í för.