lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Tölfræðileg greining (Analytics)

Mark­miðið með Analytics ráðgjöf Capacent er að brúa bilið á milli gagna og góðra ákvarðana. Ráðgjöfin nær til fleiri þátta í starf­semi fyrir­tækja og stofnana, þ.e. Customer Analytics, Oper­ational Analytics, Fraud Analytics og ekki síst Pred­ictive analytics.

Fyrir­tæki og stofn­anir safna gögnum í ríkum mæli. Gagna­magnið eykst hröðum skrefum og nær til flestra þátta starf­sem­innar. Fyrir­tæki og stofn­anir sem umbreyta þessum gögnum í upplýs­ingar og að lokum í þekk­ingu sem nýtist við ákvarð­ana­töku ná betri árangri því ákvarð­anir byggja á raun­veru­legri þekk­ingu á því sem er að gerast í starf­sem­inni, hvort sem það er meðal viðskipta­vina, starfs­manna eða í fram­leiðslu­ferli svo dæmi séu nefnd. Þessi umbreyting gagna í þekk­ingu sem nýtist við ákvarð­ana­töku krefst þess að tölfræði­legum grein­ing­ar­að­ferðum sé beitt á gögnin. Árang­ursrík innleiðing slíkra grein­ing­ar­ferla getur skilið á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem ekki ná árangri í rekstri.

Capacent hefur sinnt ráðgjöf á sviði Analytics frá árinu 2009. Ráðgjöfin snýr einkum að innleið­ingu grein­ing­ar­ferla í starf­semi fyrir­tækja og stofnana þar sem byggt er á tölfræði­legum grein­ingum og gagna­námi (Data Mining) á fyrir­liggj­andi gögnum í gagna­grunnum.

Frá upphafi hefur Capacent sinnt ráðgjöf á sviði grein­inga á neyt­enda­hegðun (Customer Analytics) og unnið fyrir fjar­skipta­fyr­ir­tæki, fjár­mála­fyr­ir­tæki, trygg­inga­félög, olíu­félög, smásölu­fyr­ir­tæki og fleiri. Lausnir Capacent á þessu sviði gera fyrir­tækjum kleift að rækta viðskipta­sam­bönd á mark­vissan hátt.

Capacent sinnir einnig ráðgjöf á sviði tölfræði­legra grein­inga gegn svikum (Fraud Analytics). Í Fraud Analytics er tölfræði­legum grein­ingum beitt á gögn til að koma auga á grun­sam­lega hegðun og draga fram einkenni þeirra sem misnota eða svíkja. Sem dæmi um misferli sem hægt er að vinna gegn með Fraud Analytics eru bóta­svik, skatt­svik, trygg­inga­svik, kredit­korta­svik og peninga­þvætti.

Oper­ational Analytics fæst við að bæta ýmsar rekstr­ar­á­kvarð­anir. Viðfangs­efni grein­inga af þessu tagi eru fjöl­breytt og snerta vöru­þróun, fram­leiðslu­ferli, birgða­stýr­ingu, innkaup, mark­aðsmál, mannauðsmál o.fl. Á þessu sviði hefur Capacent þróað og innleitt grein­ing­ar­lausnir fyrir flug­félög og í áliðnaði.

Nánar

Við úrlausn verk­efna fylgja ráðgjafar Capacent CRISP-DM aðferða­fræð­inni (Cross Industry Standard Process for Data Mining) sem þróuð var af SPSS, Tera­data o.fl. Aðferða­fræðin hámarkar líkur á árang­urs­ríkri innleið­ingu grein­ing­ar­ferla í starf­semi fyrir­tækja og stofnana.

Hugbún­aður frá IBM SPSS gegnir lykil­hlut­verki í tölfræði­legum grein­ingum og gagna­námi og er leið­andi á þessu sviði. Ráðgjafar Capacent nota hugbúnað frá IBM SPSS við úrlausn verk­efna.

IBM er samstarfs­aðili Capacent í innleið­ingu Analytics lausna á Íslandi. Samstarfið er tvíþætt, annars vegar er Capacent dreif­ing­ar­aðili á Íslandi fyrir hugbúnað frá IBM. Hins vegar felst samstarfið í aðgengi ráðgjafa Capacent að þekk­ingu og reynslu IBM á sviði Analytics, hvort sem um er að ræða grein­ingar gegn svikum, grein­ingar á neyt­enda­hegðun eða Oper­ational Analytics.

Við flóknari verk­efni nýtir Capacent aðferð­ar­fræði Lean Six Sigma. Ráðgjafar okkar sem hafa svarta beltið í Lean Six Sigma og hafa náð góðum árangri með þessari aðferð­ar­fræði.