lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Fjárhagsuppgjör

Mark­viss, hröð og upplýsandi fjár­hags­upp­gjör eru mikil­vægur þáttur í rekstri fyrir­tækja og stofnana.

Hjá stærri fyrir­tækjum með margar rekstr­ar­ein­ingar geta samstæðu­upp­gjör verið flókin og tíma­frek í vinnslu og grein­ingu sem leiðir af sér óþarfa kostnað og tafir við grein­ingu og ákvarð­anir.

Ávinn­ingur af mark­vissu verk­lagi og öflugu uppgjör­s­kerfi felst meðal annars í:

  • Sjálf­virkni í öllu uppgjörs­ferlinu, frá gagna­öflun til endan­legra skýrslna. Uppgjörs­tími er lágmark­aður á meðan áreið­an­leiki gagna er tryggður.
  • Áhætta er lágmörkuð og geta til að sýna lykil­kenni­tölur á samstæðu­stigi. Aukið gagnsæi bætir stefnu­mót­andi ákvarð­ana­töku þvert á fyrir­tæki, á meðan gæði uppgjörs­gagna auðvelda ytri skýrslu­gerð.
  • Ábyrgð á gögnum er færð á fleiri hendur og eftir­fylgni og rekj­an­leiki tryggður.
  • Fjár­hags­legar upplýs­ingar eru fyrr aðgengi­legar þannig að traust ytri aðila svo sem fjár­festa, endur­skoð­enda og banka eykst.

Capacent hefur sérhæft sig í að aðstoða félög við að bæta uppgjörs­ferli og eftir atvikum að innleiða ný uppgjör­s­kerfi. Unnið er á kerf­is­bundinn hátt að innri og ytri grein­ingu, úrbóta­tæki­færi greind og gerð fram­kvæmda- og viðhalds­á­ætlun. Þannig er tryggt að farið sé eftir „besta“ mögu­lega ferlinu við uppgjör fyrir­tæk­isins. Mark­miðið er að bæta upplýs­inga­gjöf og stytta og bæta uppgjörs­ferlið.

Stöðlun og stytting allra uppgjörs­ferla er lykillinn að árangri. Uppgjörs­ferlar eru skil­greindir og áætlað hvenær vinna eigi ákveðna verk­þætti uppgjörs. Útbúið er heild­ar­yf­irlit yfir alla verk­ferla, settir ábyrgða­menn yfir hvern þeirra og þeir brotnir niður og tíma­settir. Farið er yfir hvort uppgjörs­ferlar uppfylli lög og reglu­gerðir á hverjum tíma og hægt er að aðlaga uppgjör að vænt­an­legum breyt­ingum í rekstri eða að breyttu rekstr­ar­um­hverfi. Einnig er athugað hvort þau verk­færi sem fyrir­tækið notar styðji uppgjörs­ferlið nægi­lega vel til fram­tíðar.

Cognos Controller

Capacent hefur öðlast mikla reynslu í innleið­ingu Cognos Controller á liðnum árum og hefur innan sinna raða ráðgjafa sem hafa sérhæft sig á þessu sviði. Cognos Controller er notenda­vænn hugbún­aður sem lágmarkar þann tíma sem fer í uppgjörsvinnu og veitir það gagnsæi sem gerð er rík krafa um með reglum Sarbanes-Oxley og hinum alþjóð­legu reikn­ings­skila­reglum IFRS. Capacent hefur innleitt Cognos Controller sem samstæðu­upp­gjör­s­kerfi hjá fyrir­tækjum eins og Icelandic, Actavis, Marel og Össur. Eins hefur Capacent innleitt hjá nokkrum viðskipta­vinum sérhönnuð uppgjör­s­kerfi í Excel sem reynst hafa mjög vel, ásamt sérhönn­uðum kerfum fyrir uppgjör og skýrslu­gjöf til eftir­lits­aðila.