Árangursstjórnun leitar svara við tveimur megin spurningum; hvernig stöndum við og hvert stefnum við? Svara þarf þessum spurningum á markvissan máta, byggja á réttum upplýsingum sem lýsa stöðu og umhverfi eins vel og hægt er hverju sinni. Skýr markmið, kerfisbundnar mælingar og regluleg eftirfylgni eru lykilatriði til árangurs í þessum efnum.
Capacent hefur víðtæka reynslu í að aðstoða viðskiptavini við útfærslu og innleiðingu árangursstjórnunar, t.d. með því að koma á betri áætlanagerð, fjárhagsuppgjörum og stjórnendaupplýsingum hjá stærri fyrirtækjum landsins sem og að útfæra árangursstjórnunarsamninga hjá ríki og sveitarfélögum.
Capacent hefur reynslu í innleiðingu hugbúnaðarlausna fyrir árangursstjórnun frá Microsoft, IBM Cognos, Qlik, Oracle/Hyperion og SAP/Business Objects.
Ráðgjöf og þjónusta Capacent sem tengist árangursstjórnun:
- Stefnumótun
- Áætlanagerð
- Stjórnendaupplýsingar
- Fjárhagsuppgjör
- Tölfræðileg greining (Analytics)
- Samhæft árangursmat (Balanced Scorecard)
- Árangursdrifin stjórnun (fyrirtækis og eða verkefna) byggð á „Pro-active planning“