lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Áætlanagerð

Áætl­ana­gerð er mikil­vægt verk­færi til að hrinda stefnu fyrir­tækja í fram­kvæmd. Skil­virk áætl­ana­gerð byggir á öguðum vinnu­brögðum og viðeig­andi verk­færum.

Tegund áætl­ana­gerðar er háð eðli og stærð fyrir­tækja og þarf ávallt að taka tillit til stefnu og rekstr­ar­um­hverfis og skil­greina vel þá þætti sem skipta mestu máli.

Mörg fyrir­tæki lenda í þeirri stöðu að vaxa upp úr því áætl­ana­ferli sem þau hafa notað fyrstu árin í rekstri. Viða­meiri rekstur kallar á flóknari og nákvæmari áætl­ana­gerð auk þess sem fleiri aðilar koma að vinn­unni. Þetta kallar á agaðri vinnu­brögð, bæði frá hendi starfs­manna og í vali á því umhverfi og kerfum sem áætl­unin er unnin í.

Áætl­anir geta verið allt frá hefð­bund­inni áætl­ana­gerð yfir í nýrri aðferð­ar­fræði eins og „Beyond Budgetting“ með „Rolling forecast“.

 

Capacent hefur áralanga reynslu af að aðstoða rótgróin fyrir­tæki jafnt sem sprota­fyr­ir­tæki við áætl­ana­gerð og stefnu­mótun, allt frá endur­bótum á áætl­ana­gerð til nýrra viðskipta­á­ætlana. Oft er stuðst við líkön sem Capacent hefur þróað eða sérstakan áætl­un­ar­hug­búnað.

Capacent leggur sig fram um að sníða áætl­anir og áætl­ana­ferli að þörfum hvers viðskipta­vinar. Leitast er við að forsendu­tengja stærstu tekju- og gjalda­liði til að auðvelda saman­burð við raun­tölur. Auk þess hafa rúllandi áætl­anir færst í vöxt, en þá uppfæra fyrir­tæki áætl­anir reglu­lega, m.a. til að fá gleggri mynd af rekstri næstu mánaða og ná betri tökum á stjórnun veltu­fjár.