lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Stjórnun hugbúnaðareigna

Hugbún­aður og upplýs­inga­kerfi eru oft grund­völlur fram­leiðni og samkeppn­is­færni fyrir­tækja. Leyf­is­málin eru því grund­vall­ar­at­riði þegar kemur að rekstr­ar­legu áhættu­mati en rekstr­ar­á­hætta er á borði stjórnar og fram­kvæmda­stjórnar.

Capacent aðstoðar við stöðumat hugbún­að­ar­leyf­is­mála. Slíkt mat auðveldar fyrir­tækjum að ná yfirsýn yfir þau hugbún­að­ar­leyfi sem eru í rekstri og hvaða kröfur og rétt­indi þeim fylgja. Skoðað er og rýnt hvort fyrir­tækið sé að greiða fyrir öll leyfi sem eru í notkun eða jafnvel hvort verið sé að greiða fyrir leyfi sem ekki eru notuð.

Capacent aðstoðar fyrir­tæki jafn­framt við útfærslu og innleið­ingu á stjórn­kerfi fyrir hugbún­að­ar­um­sýslu. Aðferð­ar­fræði Capacent byggir að miklu leyti á alþjóð­legum staðli (ISO 19770-1 Information Technology – Software Asset Mana­gement) og fellur vel að öðrum stöðlum eins og t.d. Stjórn­kerfi upplýs­inga­ör­yggis samkvæmt ISO 27001 eða ITIL.

Betri yfirsýn og mark­viss stýring hugbún­að­ar­leyfa gerir fyrir­tækjum kleift að velja bestu leiðir hverju sinni m.t.t. rekstr­ar­fyr­ir­komu­lags og stefnu í upplýs­inga­tækni­málum.

Örfá fyrir­tæki hafa innleitt stjórn­kerfi fyrir hugbún­að­ar­um­sýslu. Stjórn­endur telja þessi mál almennt vera á ábyrgð tölvu­deildar, einkum þar sem kaup á leyfum og uppfærslum eru oftast hluti af fjár­hags­á­ætlun tölvu­deildar.

Flexera Software

Capacent er vott­aður samstarfs­aðili Microsoft í „Software Asset Mana­gement“ og umboðs­aðili Flexera Software á Íslandi en Flexera er leið­andi á heims­vísu við stjórnun og utan­um­hald hugbún­að­ar­leyfa.