lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Stefnumótun í upplýsingatækni

Það er hverju fyrir­tæki nauð­syn­legt að hafa skipulag og rekstur upplýs­inga­tækni­mála í góðu lagi og víða er stefnu­mótun varð­andi þróun og hagnýt­ingu upplýs­inga­tækni lykil­at­riði til árangurs í rekstri.

Stefnu­mót­unin gengur oftast út á að finna hagkvæm­ustu leiðir til að hagnýta mögu­leika upplýs­inga­tækn­innar, bæði til nýsköp­unar og stuðn­ings við daglegan rekstur. Í fram­haldinu er mikil­vægt að skil­greina og innleiða þær aðgerðir og breyt­ingar sem stefnt er að.

Nálgun Capacent

Upplýs­inga­tækni­deildir eiga það til að einangrast innan fyrir­tækja og stofnana og vera ekki virkir þátt­tak­endur í stefnu­mótun og nýsköpun. Í stefnu­mótun er megin­til­gang­urinn að skerpa á fram­tíð­arsýn og skil­greina markmið og leiðir í þeirri vegferð.

Stefnu­mótun í upplýs­inga­tækni er ósköp lík hefð­bund­inni stefnu­mótun nema það að hún snýst um tækni og um að tryggja að þeir sem sjá um þróun og rekstur upplýs­inga­kerfa séu að vinna í takti við aðrar einingar fyrir­tæk­isins. Með öðrum orðum þá verður upplýs­inga­tækni­stefna að styðja við fram­tíð­arsýn og stefnur á viðskipta­sviðinu.

Nánari upplýsingar

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt vita meira um okkar áherslur og þjón­ustu.