lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Rafræn stjórnsýsla

Rafræn stjórn­sýsla og þjón­usta snýst um að hagnýta upplýs­inga­tækni í starf­semi hins opin­bera í þeim tilgangi að auka þjón­ustu við almenning og fyrir­tæki og ná fram fjár­hags­legum ávinn­ingi fyrir samfé­lagið.

Einnig felst í þessum lausn­a­flokki ráðgjöf sem tengist rafrænum kosn­ingum, skoð­ana­könn­unum og samráðs­verk­efnum þar sem upplýs­inga­tækni er beitt til að safna saman ábend­ingum, umræðum eða skoð­unum hags­mun­aðila.

Nálgun Capacent á þessu sviði er víðtæk og getur falist í því að koma að stefnu­mót­andi ákvörð­unum, greina valkosti, sinna undir­bún­ingi verk­efna og verk­efna­stjórnun. Einnig eru á þessu sviði verk­efni sem snúa að stöðlun og samræm­ingu í rafrænum samskiptum stjórn­sýsl­unnar. Stofn­anir sem hafa í hyggju að hrinda í fram­kvæmd verk­efnum á þessu sviði þurfa oft utan­að­kom­andi aðstoð til að skil­greina verk­efni og stýra þeim, auk þess sem gæta þarf vel að samráði við hags­muna­aðila utan stjórn­sýsl­unnar, s.s. atvinnulíf og sveit­ar­félög eins og við á.

Algeng verk­efni

  • Rafræn meðferð og afgreiðsla mála í stjórn­sýsl­unni.
  • Aðgengi að opin­berum upplýs­ingum og þjón­ustu.
  • Aðkoma almenn­ings að stefnu­mörkun og ákvarð­ana­töku opin­berra aðila.
  • Greining á fjár­hags­legum ávinn­ingi.
  • Öryggi sem tengist erindum og auðkenn­ingu einstak­linga og fyrir­tækja.

Einnig eru verk­efni á þessu sviði tekin út til að greina hvað hefur gengið vel, hvað hefur gengið síður og hvar ný tæki­færi liggja.