lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Verkefnastjórnun

Verk­efna­stjórnun er fagsvið sem snýst um gerð áætlana, skipu­lagn­ingu, hvatn­ingu fólks og stýr­ingu aðfanga til að ná skil­greindum mark­miðum.

Fagleg nálgun við verk­efna­stjórnun miðar að því að afurðum sé skilað og mark­miðun náð innan tíma- og kostn­að­ar­ramma, en þeim árangri er meðal annars náð gegnum stýr­ingu samskipta, mark­vissu samspili við bakland verk­efn­isins og lágmörkun árekstra milli tíma­bund­inna verk­efna og daglegra starfa þátt­tak­enda.

Capacent hefur á að skipa hópi ráðgjafa sem eru vott­aðir verk­efna­stjórar frá Alþjóða verk­efn­is­stjórn­un­ar­sam­bandinu IPMA, sem þýðir að þeir hafa sýnt fram á reynslu sína af utan­um­haldi flók­inna verk­efna. Ráðgjafar Capacent taka að sér óháða verk­efn­is­stjórnun, þar sem leiða þarf saman ólíka hags­muna­aðila, sem og stjórnun verk­efna fyrir hönd viðskipta­vina þar sem leiða þarf breyt­ingar, til dæmis innleið­ingu á stefnu, skipu­lags­breyt­ingar, samein­ingu stofnana eða uppsetn­ingu á nýju upplýs­inga­kerfi.

Verk­efn­is­stjórar Capacent

Aðkoma ráðgjafa að verk­efni í hlut­verki verk­efn­is­stjóra hefur ótví­ræða kosti í för með sér þar sem ráðgjafinn er í stöðu til þess að leiða verk­efni með lykil­hags­mun­að­ilum óháð stöðu þeirra í innra skipu­lagi stofnana eða fyrir­tækja eða óháð selj­anda þeirrar lausna sem verið er að innleiða.

Ráðgjafar Capacent veita einnig stjórn­endum og verk­efnateymum þjálfun í lögmálum og aðferðum verk­efna­stjórn­unar og leið­sögn og ráðgjöf við undir­búning og fram­kvæmd verk­efna á verk­tíma.

Ráðgjafar Capacent beita Scrum aðferða­fræði við stjórnun og teym­is­vinnu, ef það hentar viðkom­andi verk­efni.

Annað í „Stefnu­mótun & stjórnun“