lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Stjórnskipulag

Stjórn­skipulag er verk­færi til að ná fram þeirri sýn sem fyrir­tæki eða stofnun hefur á fram­tíðina og þeim mark­miðum sem að er stefnt. Því er mikil­vægt að skipulag taki mið af stefnu og því hlut­verki sem starf­semi fyrir­tækis eða stofn­unar byggir á.

Skipulag er gang­verkið í starf­sem­inni og það þarf að vera einfalt, skil­virkt og öllum ljóst.

Mikil­vægt er að skil­greina vald, ábyrgð og verka­skipt­ingu á skýran hátt, festa samráð í sessi, lýsa setn­ingu mark­miða og gerð áætlana, tryggja miðlun upplýs­inga og gæta þess að eftir­fylgni aðgerða innan skipu­lags sé öguð og öflug.

 

 

Nálgun Capacent byggir á því að svara þremur lykil­spurn­ingum tengdum skipu­lags­málum.

Er skipu­lagið skyn­sam­legt?
Skoðað hvort skipulag taki mið af hlut­verki fyrir­tækis eða stofn­unar og tryggi að áherslan sé á kjarna­starf­semina. Að lykil­verk­efnum sé komið fyrir á skyn­sam­lega og rökréttan hátt.

Er skipu­lagið að virka?
Skoðað hvort virkni skipu­lags sé með þeim hætti að það tryggi skil­virkni og gott starf. Allir ferlar séu einfaldir, flækju­stig lítið, ákvarð­anir mark­vissar, miðlun upplýs­inga góð, markmið skýr og eftir­fylgni aðgerða öflug. Öll hjól snúist í takti.

Er skipu­lagið vel mannað?
Metið hver staðan er með tilliti til liðs­heildar og stjórn­unar. Er til staðar hópur starfs­manna sem vinnur eftir sömu grunn­gildum, ástundar vinnu­brögð og hefur viðhorf til að skila góðu starfi? Skilar viðskipta­vinum og öðrum hags­muna­að­ilum þjón­ustu sem uppfyllir kröfur þeirra?