lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Stefnumótun

Stefnu­mótun felst í að skil­greina starf­semi og grund­völl til fram­tíðar, hver sé viðeig­andi þróun í ljósi þess, hver mark­miðin séu og hvernig eigi að ná þeim.

Breyt­ingar í efna­hags­málum og samfé­laginu öllu kalla á viðbrögð stjórn­enda og nýja nálgun. Þeir þurfa m.a. að átta sig á því hvernig best sé að halda eða styrkja stöðu þeirra starfsein­inga sem þeir bera ábyrgð á, miðað við breyttar aðstæður.

Stefna samhæfir ólíka þætti í starf­semi fyrir­tækja og stofnana, hjálpar stjórn­endum að velja úr fjölda tæki­færa, auðveldar ákvarð­ana­tökur og leiðir til þess að betri ákvarð­anir verði teknar með því að horft er til allra átta. Síðast en ekki síst stuðlar hún að því að fyrir­tæki og stofn­anir skil­greini með skýrum hætti sérstöðu sína og virð­is­auka, bæði fyrir sig og viðskipta­vini sína, og beini mark­visst kröftum að því sem skilar mestum árangri til lengri tíma.

Nálgun Capacent í stefnu­mótun byggir á skýru og mark­vissu ferli til að tryggja árangur af þeirri fjár­fest­ingu sem í verk­efninu felst, bæði í tíma og kostnaði. Þessu ferli má skipta í þrennt: Grein­ingu, úrvinnslu og innleið­ingu.

Greining, úrvinnsla og innleiðing

Greining
Vönduð greining og sameig­inleg sýn stjórn­enda á núver­andi stöðu er lykil­at­riði til að ná góðum árangri af stefnu­mótun. Af þeim ástæðum er upphaf stefnu­mót­un­ar­ferlis Capacent fólgið í að rýna bæði í innra og ytra umhverfi fyrir­tæk­isins. Capacent býr yfir reyndum grein­ing­ar­að­ferðum og aðstöðu til ytri rann­sókna til þess að tryggja fagleg vinnu­brögð og skýra sýn.

Úrvinnsla / stefnu­mótun
Hér er farið yfir þá valmögu­leika sem til greina koma fyrir fyrir­tækið, þeim stillt upp og mat lagt á kosti og galla hvers og eins. Spurn­ing­unni „Hver er grund­völl­urinn fyrir tilveru fyrir­tæk­isins?“ er velt upp á þessu stigi málsins og hlut­verk þess skil­greint. Jafn­framt er umfang starf­sem­innar skil­greint, eins og kjarni vöru- og þjón­ustu­fram­boðs, ásamt þeim mark­aðs­svæðum eða mark­hópum sem ákveðið er að beina kröftum að.

Innleiðing
Ítarleg innleið­ing­ar­á­ætlun er gerð um þær aðgerðir sem þarf til að unnt sé að ná þeirri stefnu og fram­tíð­arsýn sem mótuð var í öðrum hluta ferilsins. Þá er aðstoðað við að miðla stefn­unni með umræðu­ferli í allri starf­semi viðskipta­vin­arins svo tryggt sé að starfs­menn skilji betur áform fyrir­tæk­isins og áhrif stefn­unnar á störf þeirra og verk­efni.