lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Samfélagsábyrgð fyrirtækja

Kjarni samfé­lags­á­byrgðar fyrir­tækja (Corporate Social Responsi­bility) er sá skiln­ingur að fyrir­tæki eru hluti af samfé­laginu og starf­semi þeirra hefur áhrif, á fólk, á umhverfið, efna­hags­lífið og samfé­lagið. Þeim ber því að starfa með ábyrgum hætti.

Þróunin alþjóð­lega er sú að fyrir­tæki samþætti samfé­lags­á­byrgð við alla star­femi sína. Það er sú þróun sem er að hefjast hér á landi og fyrir­tæki sjá tæki­færi til aðgrein­ingar með slíkri stefnu­mótun.

Það hvernig fyrir­tæki nálgast samfé­lags­á­byrgð ræðst  af mörgu, t.d. eðli starf­semi, fyrir­tækja­menn­ingu og hefðum. Hvert fyrir­tæki verður að finna sinn takt. Það þýðir að mark­miða­setning og stefnu­mótun í samfé­lags­á­byrgð samræmist hags­munum og heild­ar­stefnu­mótun sem nýtist fyrir­tækjum í aðgrein­ingu og eflir trúverð­ug­leika.  Jafn­framt eru fjöl­mörg dæmi um að slík vinna hafi dregið úr áhættu og ýtt undir nýsköpun í rekstri.

Til að stefna í samfé­lags­á­byrgð sé trúverðug verður hún að vera sýnileg og gagnsæ. Fyrsta skrefið er að greina stöðu mála innan fyrir­tæk­isins  enda eru flest fyrir­tæki þegar að vinna marg­vísleg verk­efni sem falla undir svið samfé­lags­á­byrgðar.

Nálgun Capacent  miðar að því að stefna í samfé­lags­á­byrgð skili betri rekstri,  gerir fyrir­tækið að betri kosti fyrir viðskipta­vini, að betri vinnu­stað,  að fyrir­tæki vinni að því að draga úr neikvæðum umhverf­is­á­hrifum og skil­greini  með hvaða móti það leggi sitt af mörkum til betra samfé­lags.

Helstu skref:

  • Greining á verk­efnum á sviði samfé­lags­á­byrgðar sem þegar eru til staðar
  • Greining á áskor­unum sem fyrir­tækið stendur frammi fyrir á sviði samfé­lags­á­byrgðar
  • Greining á helstu hagað­ilum (stakeholder analysis)
  • Mótun lykil­verk­efna á sviði samfé­lags­á­byrgðar
  • Innleiðing stefnu á sviði samfé­lags­á­byrgðar
  • Gerð samfé­lags­skýrslu

Samfé­lags­skýrslur

Fyrir­tæki kjósa í auknum mæli að gefa út svokall­aðar samfé­lags­skýrslur (susta­ina­bility reports)  þar sem greint er frá efna­hags­legum, félags­legum og umhverf­is­legum áhrifum starf­sem­innar.

Til eru samræmdar aðferðir við fram­setn­ingu á upplýs­ingum  í slíkum skýrslum og styðjast flest fyrir­tæki við aðferða­fræði sem kennd er við GRI eða Global Reporting Initi­ative.  Þá kjósa mörg fyrir­tæki að gerast aðilar að samfé­lags­á­byrgð­ar­sátt­mála Sameinuðu þjóð­anna, UN Global Compact.

Mikil­vægt er horfa á skýrslu­gerðina sem ferli þar sem skýrslan sjálf er einungis ein af afurð­unum. Stefnu­mót­unin og mark­miða­setn­ingin í tengslum við vinnuna skipta mestu og þær mælingar sem vinnan leiðir af sér geta verið mikil­vægt stjórn­tæki.

Hjá Capacent starfa ráðgjafar sem hafa lokið vottuðu námskeiði hjá Lodestar í Bret­landi við gerð samfé­lags­skýrslna á grund­velli aðferða­fræði GRI.

Annað í „Stefnu­mótun & stjórnun“