lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Design Thinking

Í aðferða­fræði Design thinking er lögð áhersla á upplifun, samkennd með notendum og nýsköpun.

Leitast er við að nota skap­andi aðferðir til að varpa nýju ljósi á viðfangs­efnið og eru fram­sækin fyrir­tæki og stjórn­völd í auknum mæli farin að nýta sér þessa aðferða­fræði.  Með því að leiða saman þver­fagleg teymi nýtist aðferðin vel til þess að skila betri rekstri, þjón­ustu og hagræð­ingu. Aðferðin tengir saman ólíkar hugmyndir, aðferðir og stefnur og nær að láta þær skila betri árangri sameig­in­lega en hver í sínu lagi. Design Thinking aðferða­fræðin verður æ vinsælli sem stefnu­mót­un­ar­tæki hjá fyrir­tækjum og stofn­unum víða um heim en þau fyrir­tæki sem m.a. hafa nýtt sér hana eru Pepsi, Deutche Bank og Mayo Clinic.

Hugmynda­fræði Design Thinking er notuð í stefnu­mótun, vinnu­stofum og kort­lagn­ingu ferða­lags viðskipta­vina (Customer Journey Map) þar sem áherslan er á upplifun.