lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Vörumerkjastjórnun

Vöru­merki fyrir­tækis, vöru eða þjón­ustu á að endur­spegla stöðu á markaði og þá aðgrein­ingu sem stefnt er að í samkeppni.

Þannig á staða vöru­merkis að vera í takti við stefnuna og þá ímynd sem æskileg er. Þess vegna er mikil­vægt að líta á stjórnun vöru­merkis sem stra­tegískt viðfans­gefni og á þann hátt órjúf­an­legt frá stefnu­mótun fyrir­tækis.

 

Nálgun Capacent

Nálgun Capacent byggir á svokölluðu CBBE-líkani (Customer Based Brand Equity líkani) sem felur í sér alla þá þætti sem þarf að horfa til þegar stjórnun vöru­merkja er skoðuð og skipu­lögð. Verk­lagið felur í sér grein­ingu á stöðu, mótun vöru­merkja­stöðu og innleið­ingu í kjöl­farið í samvinnu við fyrir­tækið og aðra sérfræð­inga í miðlun, svo sem auglýs­inga­stofur.