lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Verðlagning

Verð­lagning á vöru og þjón­ustu hefur í mörgum tilfellum úrslita­á­hrif á arðsemi fyrir­tækja. Þrátt fyrir það byggja verð­á­kvarð­anir oftast á undir­liggj­andi kostnaði eða jafnvel ágisk­unum.

Verð­lagning hefur bein áhrif á sölu og þar af leið­andi hagnað. Það er því til mikils að vinna því það er vissu­lega mögu­legt að finna rétta verðið hverju sinni.

Verð­lagning ætti alltaf að byggjast á því virði sem skilar sér til viðskipta­vina og þá að teknu tilliti til mark­hópa, samkeppni, ímyndar o.fl.  Við mælum ekki með hinni algengu „kostn­aður plús“ aðferð þar sem sölu­verð ræðst alfarið af innkaups­verði eða fram­leiðslu­kostnaði. Sú nálgun er ávísun á glötuð tæki­færi því ekki er tekið tillit til virðis í augum viðskipta­vina og mark­aðs­stöðu selj­andans.

Capacent aðstoðar viðskipta­vini við að ná árangri við verð­lagn­ingu með marg­vís­legum hætti, allt frá því að greina einstaka markaði og virði vöru/þjón­ustu í augum viðskipta­vina og yfir í að þjálfa starfs­fólk og breyta verk­ferlum.

Eftir­far­andi er upptalning á nokkrum lausnum sem tengjast verð­lagn­ingu með beinum eða óbeinum hætti:

  • Þjón­ustu­stjórnun
  • Vöru­merkja­stjórnun
  • Greining á rekstri og hagræðing
  • Virð­is­stjórnun og virð­istré
  • Smíði rekstrar- og fjár­mála­líkana