lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Tryggðarkerfi

Samkeppni á neyt­enda­markaði kallar á skýra stefnu í stjórnun viðskipta­tengsla, vel þjálfað starfs­fólk og öflugt kerfi (vild­ar­kerfi) í þeim tilgangi að styrkja viðskipta­sam­bandið og auka þannig líkur á frekari viðskiptum, aukinni mark­aðs­hlut­deild og arðsemi.

Æ fleiri fyrir­tæki bjóða upp á vild­ar­kerfi sem verð­launa viðskipta­vini fyrir kaup á þeirri vöru eða þjón­ustu sem þau bjóða upp á. Megin­mark­miðið með slíkum kerfum er að halda í núver­andi viðskipta­vini og auka virði þeirra til fyrir­tæk­isins. Vild­ar­kerfi getur tekið ýmsar myndir og getur verið mjög öflugt verk­færi til að byggja sterkt samband við viðskipta­vini en ekki eru öll kerfi árang­ursrík. Öflugt vild­ar­kerfi þarf að vera byggt á hald­góðri þekk­ingu á viðskipta­vinum og hvað skiptir þá máli. Um leið er mikil­vægt að tryggja að þeim tíma og kostnaði sem varið er í hönnun og viðhaldi kerf­isins skili fjár­hags­legum ávinn­ingi fyrir fyrir­tækið.

Capacent beitir þver­fag­legri nálgun við hönnun vild­ar­kerfa í nánu samstarfi við fyrir­tæki. Mikil­vægt er að byggja vild­ar­kerfi á hald­góðri þekk­ingu á bæði mark­aðnum, fyrir­tækinu og viðskipta­vinum þess, en líta jafn­framt til fram­tíðar til að stuðla að langvar­andi árangri.

Ferlinu má skipta í þrjá fasa sem hver er uppspretta ólíkra lykil­upp­lýs­inga:

  • Innri og ytri mark­aðsmál
    Staða fyrir­tækis á mark­að­inum og samkeppn­is­lands­lagið er skil­greint, tekið er tillit til stöðu vöru- og þjónstu­þró­unar, mark­aðs­áælt­unar fyrir­tæk­isins o.s.frv.
  • Þekking á viðskipta­vinum
    Tölfræði­legum grein­ingum (custome analytics) er beitt á innri gögn fyrir­tækja til að rýna í einkenni og viðskipta­sögu núver­andi viðskipta­vina út frá ýmsum sjón­ar­hornum. Mark­hópar eru skil­greindir út frá þörfum, virði og styrk sambands við fyrir­tækið. Sérsníða þarf tilboð og skilaboð til ólíkra hópa til að höfði frekar til viðtak­enda o.s.frv.
  • Straumar og stefnur
    Rýnt er í hvað er nýtt í viðhorfum, hegðun og vænt­ingum neyt­enda sem kerfið ætti að taka tillit til til að fá sem bestan hlóm­grunn og standast tímans tönn.

Að endingu verður til kerfi sem er einfalt og gríp­andi fyrir viðskipta­vini og skilar auknum viðskiptum til fyrir­tæk­isins. Endurmat er byggt inn í ferlið með reglu­legum mælingum á notkun kerf­isins, sölu og mati á árangri.