lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Straumar & stefnur

Hvað er að frétta af neyt­endum, hvað er nýtt? Þeir sem fylgjast vel með straumum og stefnum meðal neyt­enda (consumer trends) geta svarað slíkum spurn­ingum og brugðist við tíman­lega. Þekk­ingin hjálpar fyrir­tækjum að ná samkeppn­is­for­skoti í síbreyti­legum heimi.

Capacent er í samstarfi við alþjóð­legt fyrir­tæki sem fylgist náið með breyt­ingum á viðhorfum, hegðun og vænt­ingum almenn­ings – alls staðar í heim­inum. Með því að fylgjast náið með slíkum breyt­ingum verða fyrir­tæki, stofn­anir og opin­berir aðilar betur í stakk búinn til að standast vænt­ingar og veita góða þjón­ustu, efla vöru­framboð sitt og standast samkeppni.

Vöktun strauma er þannig mikil­vægur hluti stefnu­mót­unar, þróunar nýrra lausna, við stofnun nýrra deilda eða fyrir­tækja.

Breyt­ingar á hegðun, vænt­ingum og viðhorfum neyt­enda eru skoð­aðar útfrá ýmsum atvinnu­greinum eða sérstökum geirum atvinnu­lífs og opin­berrar þjón­ustu. Viðeig­andi straumar eru dregnir fram og heim­færðir upp á starf­semi þess fyrir­tækis eða stofn­unar sem á í hlut hverju sinni. Þannig má skoða breyt­ingar sem tengjast skipu­lagi borga, ferða­þjón­ustu, verslun og fjár­mála­fyr­ir­tækjum svo eitt­hvað sé nefnt og innlend og erlend dæmi nýtt til stuðn­ings.

Unnið er með strauma og stefnur í fyrir­lestrum, grein­ar­gerðum og á vinnu­stofum með starfs­mönnum.

Hvað er framundan?

Straumar og stefnur geta nýst fyrir­tækjum og opin­berum aðilum til að sjá betur hvað er framundan. Þekk­inguna má nýta í stefnu­mótun, á vinnu­degi starfs­manna, við mótun þjón­ustu­stefnu, þróun vild­ar­kerfis, við áætl­ana­gerð og endurmat á viðskipta­líkani.