lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Sölustjórnun

Skipu­lagt ferli og skipu­lögð stýring sölu er lykillinn að því að ná hald­bærum árangri í sölu­starfi.

Sala og skipu­lögð stýring sölu þarf að vera vel ígrunduð með tilliti til þekk­ingar sölu­fólks á vörum og þjón­ustu, sem og þekk­ingu á áherslum samkeppn­is­aðila og réttri verð­lagn­ingu. Einnig er rétt skil­greining mark­hópa mikilvæg sem og skipu­lögð sókn til núver­andi og vænt­an­legra viðskipta­vina.

 

Nálgun Capacent

Nálgun Capacent byggir á skipu­lögðu sölu­ferli sem felur í sér gerð sölu­á­ætl­unar, undir­búning sölunnar, þekk­ingu á vörum og þjón­ustu, skil­grein­ingu á mark­hópum, móttöku viðskipta­vina, skil­grein­ingu þarfa, fram­setn­ingu á lausn, viðbrögð við efasemdum viðskipta­vinar, lokun sölu og eftir­fylgni eftir sölu.

Stór þáttur í ferlinu er greining stöð­unnar sem fylgt er eftir með þeim lausnum sem þörf er á og oftar en ekki byggja á öflugri þjálfun sölu­manna.

Einnig er tölu­verð áhersla lögð á að teikna upp heild­stæða mynd sölu­ferl­isins sem byggir á hugmynda­fræði Wilson Learning um stjórnun viðskipta­tengsla. Þar er einblínt á fjóra lykil­þætti; tengsla­myndun; þarfa­grein­ingu; sann­fær­ingu lausna og stuðning eftir sölu.