lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Markhópagreining

Misjafnt er hvað hentar hverjum og einum og því krefst árangur á markaði þess að fyrir­tæki þekki þann hóp eða hópa sem það vill ná til. Þessi þekking gerir allt mark­aðs­starf hnit­mið­aðra og hámarkar nýtingu þeirra fjár­muna og þess tíma sem notaður er til að ná til hópsins.

Með því að greina mark­hópa er hægt að nálgast það hverjir eru móttæki­leg­astir fyrir vörum eða þjón­ustu fyrir­tæk­isins, hvað einkennir þann hóp, hefur hann sérstakan lífs­stíl og hvar er hægt að ná til hans.

Mark­hópar

  • Hvaða hópar eru móttæki­leg­astir fyrir vöru eða þjón­ustu fyrir­tækis?
  • Hver er mark­hóp­urinn?
  • Hvað vill hann?
  • Hvar má ná til hans og á hvaða hátt?
  • Hefur hann sérstakan lífs­stíl?
  • Hver er ætlun hans, viðhorf og lang­anir?