lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Markaðsmál

Samkeppni á öllum mörk­uðum hefur harðnað undan­farin ár og um leið hafa kröfur viðskipta­vina aukist um vörur og þjón­ustu sem sniðin er að þeirra þörfum. Skýr mark­aðs­stefna, vel skil­greindur mark­hópur og skil­virk útfærsla mark­aðs­á­ætlana eru því lykil­þættir fyrir árangur fyrir­tækja og stofnana.

Mikil­vægt er fyrir fyrir­tæki að skynja þarfir mark­að­arins, vita hver sé ímynd þeirra og þekkja viðhorf viðskipta­vina gagn­vart þeim.

Ráðgjafar Capacent vinna með fyrir­tækjum á öllum sviðum við skipu­lagn­ingu og stjórnun mark­aðs­mála með áherslu á mótun og fram­kvæmd mark­aðs­stefnu. Lykil­at­riðið er aðstoð við gerð mark­aðs­á­ætlana, þar sem tilgreindar eru aðgerðir um öflun upplýs­inga um mark­aðinn, áherslur á einstaka mark­hópa, mark­aðs­setn­ingu, sölu, stjórnun viðskipta­tengsla, þjón­ustu og mat á árangri.

Öflug greining dregur fram alla megin­þætti í mark­aðs­legri vinnu fyrir­tækja og leiðir það í ljós hvort veik­leikinn eða rót vandans liggja í ófull­nægj­andi mark­aðs­rann­sóknum, mark­aðs­á­ætl­unum eða skil­grein­ingum á mark­hópum. Jafn­framt skilar hún niður­stöðu um hvort lausn­irnar séu nægj­an­lega vel skil­greindar, hvort starfs­fólk sé nægj­an­lega vel þenkj­andi í sínum störfum og hvort þjón­ustan get verið betri.

 

 

Betri ímynd og þjón­usta

Með því að átta sig á hvar betur megi gera í þjón­ustu og mark­aðs­málum næst fram marg­vís­legur ávinn­ingur sem felst í skýrari sýn á stefnu og framtíð. Fyrir­tæki fá betri sýn á mark­aðinn, ímynd þeirra verður betri og þjón­ustan batnar. Þau ná betur að skil­greina mark­hópa sína, mark­aðs­rann­sóknir og þjón­ustukann­anir verða mark­vissari og auðveldara verður að stýra viðskipta­tengslum og meta árangur þeirra.