lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Straumlínustjórnun (Lean)

Með stöðlun verk­lags við að ná utan um umbóta­verk­efni tekst að gera markmið um hagræð­ingu og sparnað skýrari.

Vegna sífelldra breyt­inga í viðskipta­lífinu veltur samkeppn­is­hæfni fyrir­tækja á því að geta brugðist hratt við breyttum aðstæðum og aðlagað ferli í takti við breyt­ingar. Þó að fyrir liggi skýr stefna um hvert skal halda og hvernig á að komast þangað lenda stjórn­endur oft í því að stefnan nær ekki inn í daglega starf­semi.

Með ferla­stjórnun eru sett fram skýr markmið um hvernig á að komast þangað sem stefnt er. Slík markmið eru studd með vel skil­greindum aðgerðum og mæli­kvörðum. Einnig er mikil­vægt að hugsa ávallt um það hvernig er hægt að gera betur með því að koma upp umgjörð og menn­ingu fyrir stöðugar umbætur.

Mark­viss stjórnun og innleiðing virkra ferla

Með mark­vissri stjórnun og innleið­ingu virkra ferla eru tæki­færi fyrir­tækja til að bregðast við aðstæðum innan og utan fyrir­tæk­isins mun betri vegna þekk­ingar á virkni rekstr­arins. Með umbótum á ferlinu er tryggt að ferlið verður áreið­an­legra, skil­virkara og rekj­an­legt sem skilar sér í bættri þjón­ustu og lækk­uðum kostnaði.