lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Stjórnun veltufjármuna

Lækkaðu fjár­bind­ingu í birgðum, viðskipta­kröfum og öðru veltufé og láttu peningana vinna fyrir þig.

Heil­mikið fjár­magn getur verið bundið í rekstri fyrir­tækja í formi birgða, viðskiptakrafna og reiðu­fjár. Til lækk­unar koma viðskipta­skuldir og aðrar rekstr­ar­tengdar skuldir sem ekki bera vexti.

Fjár­binding í veltufé er yfir­leitt nauð­synleg, til dæmis geta birgðir eða reikn­ings­við­skipti verið forsenda fyrir viðskiptum í samkeppn­isum­hverfi. Með réttum aðgerðum geta fyrir­tæki losað varan­lega um bundið fé og þar með nýtt fjár­munina til annarra verka.

Fyrir­tæki þurfa skýra stefnu og markmið varð­andi meðhöndlun og ábyrgð á veltu­fjár­munum og verða að vanda vel til undir­bún­ings innleið­ingar á breyttum áherslum.

Í fyrsta lagi vinnur Capacent mat á núver­andi stöðu fjár­bind­ingar í veltu­fjár­munum og tæki­færa til breyt­inga. Við stöðumat eru staða og þróun lykil­stærða í efna­hags­reikn­ingi skoðuð og gerð greining á ferlum, þekk­ingu starfs­fólks og notkun upplýs­inga­kerfa.

Í öðru lagi vinnur Capacent með fyrir­tækjum að undir­bún­ingi innleið­ingar á nauð­syn­legum breyt­ingum sem felur m.a. í sér skil­grein­ingu breyt­inga­verk­efnis, stefnu­mótun, mark­miða­setn­ingu, endur­hönnun ferla, undir­búning að breyt­ingum á tölvu­kerfum og skil­grein­ingu þjálf­un­ar­þarfa í nýjum hlut­verkum og á sviði samn­inga­tækni, innkaupa- og birgða­stýr­ingar eða annarra mikil­vægra þátta.

Í þriðja lagi tekur Capacent virkan þátt í innleið­ingu breyt­inga. Markmið Capacent er að undir­byggja lang­tíma­ár­angur, bæði á lykil­mæli­kvörðum fyrir veltufé og þannig að stjórn­endur og starfs­fólk verði í stakk búið að halda áfram að ná bættum árangri við stjórnun veltu­fjár­muna.