lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Stjórnun aðfangakeðjunnar

Mark­miðið er að vörurnar skili sér á réttan stað, á réttum tíma, fyrir ásætt­an­legan kostnað.

Stjórnun aðfanga­keðj­unnar snýst um að samræma aðgerðir aðila í keðj­unni, allt frá fram­leið­anda eða birgi til flutn­ings­aðila, gengum dreif­ing­ar­aðila til smásölu­aðila og að lokum til viðskipta­vina. Mark­miðið er að til verði samræmd atburðarás þar sem samskipti og traust eru til staðar og aðilar starfa sem ein heild með sameig­inleg markmið og straum­línu­löguð ferli. Með því að skoða aðfanga­keðjuna sem eina heild má gera ferlið áreið­an­legra og skil­virkara sem skilar sér í bættri þjón­ustu og lægri kostnaði.

Nálgun Capacent
Í fyrsta lagi vinnur Capacent mat á núver­andi stöðu og tæki­færum til breyt­inga. Í öðru lagi vinnur Capacent með fyrir­tækinu að undir­bún­ingi og innleið­ingu á breyt­inga sem miða að því að ná þeim árangri sem að er stefnt. Fókusinn er settur á að:

 • auka traust með því að stofna til samstarfs og huga að lang­tíma­sam­bandi milli aðila í aðfanga­keðj­unni,
 • miðla upplýs­ingum örar til að bæta yfirsýn varð­andi eftir­spurn, birgða­stöðu, afköst, áætl­anir og afhend­ingu,
 • þróa aðfanga­keðjuna sem samræmt ferli í stað aðskil­inna ferla,
 • innleiða stöðugar umbætur fyrir samræmda aðfanga­keðju sem mætir þörfum viðskipta­vina.

 

Capacent aðstoðar við stjórnun aðfanga­keðj­unnar:

 • Stefnu­mörkun og hönnun árang­urs­mæli­kvarða
 • Samskipti og greining birgja og viðskipta­vina
 • Innkaupa­stjórnun og birgða­stýring
 • Stjórnun dreif­ingar
 • Úthýsing á fram­leiðslu, lager og dreif­ingu
 • Líkön við gerð innkaupa og sölu­spáa
 • Hermun og líkana­smíði af aðfanga­keðj­unni
 • Notkun upplýs­inga­kerfa til að stýra aðfanga­keðj­unni
 • Straum­línu­stjórnun
 • Veltu­fjár­greining