lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Ákvarðana- og rekstrarlíkön

Þegar flóknari ákvarð­anir eru teknar getur verið nauð­syn­legt að styðjast við ákvarðana- og rekstr­ar­líkön sem útfærð eru í Excel eða sérhæfðum hugbúnaði.

Notkun á flóknum Excel líkönum er útbreidd enda mögu­leikar miklir við útreikn­inga og fram­setn­ingu á tölu­legum niður­stöðum. Það frjáls­ræði sem Excel veitir getur hins vegar skapað villur og önnur vandamál.

Nauð­syn­legt er að beita öguðum vinnu­brögðum við smíði líkana og sérlausna og því styðst Capacent við bestu aðferðir við hugbún­að­ar­gerð þar sem það á við.

Capacent hefur mikla reynslu af smíði líkana og lausna sem stjórn­endur nýta við stjórnun og ákvarð­ana­töku í rekstri.

Dæmi um lausnir og verk­efni á þessu sviði eru:

  • Frammi­stöðu­mats­kerfið FRAMI sem notað er í fjölda fyrir­tækja.
  • Best­unar- og hermi­líkön sem notuð eru til að reikna hagkvæm­ustu leiðir í rekstri.
  • Ýmiss konar uppgjörs-, áætlana- og fjár­hags­líkön í Excel sem notuð eru hjá fjölda sveit­ar­fé­laga og fyrir­tækja.
  • Sjóð­streymis- og verð­matslíkön af ýmsum stærðum og gerðum.
  • Áhættu­matslíkön sem notuð eru til að meta rekstr­ar­á­hættu.
  • Ýmis líkön og grein­ing­artól sem notuð eru við innkaup og stjórnun veltu­fjár­muna.
  • Líkön sem meta launa­kostnað t.d. í tengslum við kjara­samn­inga eða breyt­ingum á vakta­skipu­lagi.