lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Stefnumótun & úttektir á mannauðsstjórnun

Innleiðing mannauðs­stjórn­unar hjá fyrir­tækjum er lang­tíma verk­efni þar sem aukinn þroski helst í hendur við aukinn árangur.

Capacent hefur þróað úttekt á mannauðs­stjórnun (HR audit) sem felur í sér grein­ingu á stöðu fyrir­tækis eða stofn­unar á lykilsviðum mannauðs­stjórn­unar. Úttektin er gerð út frá bestu aðferðum (best practice) og leið­bein­andi líkani af þroska­stigum mannauðs­stjórn­unar (HR Matu­rity).

Úttektir Capacent á þroska­stigum mannauðs­stjórn­unar eru unnar í samstarfi við Institute of Human Reso­urce Matu­rity og Paul Kearns, höfund líkansins, sem er samstarfs­aðili Capacent. Samhliða úttekt á mannauðs­stjórnun er gjarna gerð vinnu­staða­greining, eða styttri Q12 greining, til að kanna viðhorf starfs­manna, auk mögu­legrar grein­ingar á styrk og samhæf­ingu yfir­stjórn­arteym­isins.

Capacent veitir einnig aðstoð við mótun og/eða skjal­fest­ingu mannauðs­stefnu, starfs­manna­stefnu og annarra tengdra stefna (t.d. um jafn­rétti eða einelti). Þá hafa ráðgjafar Capacent mikla reynslu af innleið­ing­ar­þætt­inum, allt frá uppsetn­ingu innleið­ing­ar­á­ætlana og mæli­kvarða til gerðar starfs­manna- og stjórn­enda­hand­bóka.