lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Ráðgjöf við starfslok

Þegar fyrir­tæki á frum­kvæði að starfs­lokum er mikil­vægt að styðja við þá starfs­menn sem hætta. Í öðrum tilfellum þarf að greina ástæður starfs­loka sem starfs­menn eiga frum­kvæði að.

Ráðgjafar Capacent hafa mikla reynslu af ráðgjöf við einstak­linga sem eru um það bil að hætta störfum vegna uppsagna. Mark­miðið með þjón­ust­unni er að undirbúa einstak­linginn fyrir nýja sókn á vinnu­markað og að styðja hann í að kynna sig á sem árang­urs­rík­astan hátt. Þjón­ustan er byggð upp kringum viðtöl við reynda ráðgjafa Capacent og felur meðal annars í sér fyrir­lögn og túlkun á styrk­leikamati Gallup eða persónu­leikamati ef þess er óskað. Þá er aðstoð veitt við uppsetn­ingu og/eða uppfærslu feril­skráa og kynn­ing­ar­bréfa auk þess ráðlagt er um mark­miða­setn­ingu, fram­vindu starfs­leitar og undir­búning fyrir viðtöl.

Önnur þjón­usta sem ráðgjafar Capacent veita felur í sér aðstoð við skipulag og fram­kvæmd uppsagna. Markmið slíkrar vinnu er að fylgja réttum ferlum um leið og leitast er við að lágmarka óánægju og rask, bæði meðal starfs­manna sem hætta og þeirra sem eftir sitja. Stjórn­endur fá þjálfun og aðstoð við fram­kvæmdina og undir­búning fyrir þau erfiðu samtöl sem þessu ferli fylgja.

Loks aðstoða ráðgjafar Capacent fyrir­tæki og stofn­anir sem glíma við óæski­lega starfs­manna­veltu. Capacent hefur mikla reynslu af gerð svokall­aðra starfs­loka­grein­inga, en þá er um að ræða kann­anir þar sem fyrr­ver­andi starfs­menn eru spurðir um ástæður starfs­loka sinna og sýn á vinnu­staðinn nokkrum mánuðum eftir að þeir hætta. Rann­sóknir sýna að lítil fylgni er á milli uppgef­innar ástæðu við starfslok og niður­staðna slíkra grein­inga. Úrvinnsla úr grein­ingum sem þessum á sér stað á stjórn­enda­fundum þar sem unnið er með umbóta­tæki­færi sem grein­ingin leiðir í ljós.