lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Mannauðsstjóri til leigu

Þjón­ustan er fyrir fyrir­tæki og stofn­anir sem vilja efla mannauðs­stjórnun og/eða styrkja mannauð­steymi til lengri eða skemmri tíma. Fyrir­tæki fá aðgang að reynslu­miklu mannauð­steymi Capacent auk aðgangs að föstum ráðgjafa sem þekkir vinnu­staðinn og starfs­manna­hópinn vel.

Ávinn­ingur fyrir­tækja felst meðal annars í aðgangi að reyndum hópi ráðgjafa sem þekkja vel uppbygg­ingu og rekstur mannauðs­mála. Þjón­ustan hentar vel þeim sem vilja þróa einfalda starfs­manna­stjórnun upp í virðs­auk­andi mannauðs­stjórnun. Ráðgjafar Capacent hafa stýrt viða­miklum breyt­ingum og hafa víðtæka reynslu af stuðn­ingi við stjórn­endur í krefj­andi mannauðs­málum.

Sem dæmi um algeng viðfangs­efni mannauðs­ráð­gjafa á þessu sviði má nefna mótun og innleið­ingu starf­manna­stefnu, uppbygg­ingu starfs­um­hverfis, starfs­þró­unar- og fræðslumál, kjaramál og hvatning starfs­manna.

Þarfir rekstr­arins á hverjum tíma stýra inntaki, umfangi og þróun þjón­ust­unnar og sveigj­an­legir samn­ingar tryggja að lausnin er hagkvæm hverju sinni.