lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Liðsheild, samskipti & starfsumhverfi

Til að hópur samstarfs­manna nái hámarks­ár­angri er mikil­vægt að liðs­heildin sé sterk, starfs­um­hverfið heil­brigt og samskipti í uppbyggi­legum farvegi.

Ráðgjafar Capacent hafa mikla reynslu af styrk­ingu teyma og er áherslan lögð á að nýta viðeig­andi líkön og grein­ingar svo að vinnan verði mark­viss og árangur mælan­legur. Efling teyma fer gjarna fram á vinnu­stofum og með viðtölum. Byggt er á tilteknu líkani af árangri teyma, sem tengt er við viðeig­andi grein­ing­ar­tæki, og þannig unnið mark­visst að bættu samstarfi innan teym­isins. Sem dæmi um grein­ing­ar­tæki sem notuð eru má nefna liðs­heild­ar­grein­ingu Capacent, styrk­leikmat Gallups og/eða teym­is­grein­ingu CEB/SHL. Ráðgjafar Capacent leiða síðan vinnu­stof­urnar þar sem teymið vinnur í samein­ingu úr niður­stöðum, setur sér markmið og mótar vinnulag til fram­tíðar.

Uppbygging liðs­heildar á stærri vinnu­stöðum felur gjarna í sér röð af vinnu­stofum eða starfs­dögum þar sem unnið er með ákveðin þemu, til dæmis í kjölfar vinnu­staða­grein­ingar, mælingar á vinnu­staða­menn­ingu eða í kjöl­farið á mótun gilda. Starfs­menn eru virkj­aðir til þátt­töku, grein­ingar og umbóta­vinnu og aðgerðir og lausnir eru settar fram í því skyni að bæta vinnu­staðinn og starfs­um­hverfið. Á undan eða eftir vinnu­stofum af þessu tagi er gjarna unnið sérstak­lega með þá stjórn­endur sem við á.

Tengd þjón­usta

Þá veitir Capacent aðstoð við mótun og innleið­ingu stefnu á ýmsum sértækum sviðum, svo sem eftir­far­andi:

  • Einelti og áreitni, fyrir­byggj­andi aðgerðir og viðbrögð.
  • Jafn­rétt­is­stefna og jafn­rétt­is­á­ætl­anir, þ.m.t. um jöfn laun.
  • Heilsu­efling á vinnu­stað, þ.m.t. fyrir­byggj­andi aðgerðir svo sem þjálfun í orku­stjórnun og viðbrögð við vanda og stuðn­ings­kerfi t.d. vegna andlegs álags og/eða persónu­legs vanda.
  • Fræðslu­stefna, greining fræðslu­þarfa og mótun ferla t.d. fyrir móttöku nýliða.
  • Innri boðskipti og funda­skipulag.