lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Hvata- & bónuskerfi

Hvatning í formi launa hefur meiri áhrif á hegðun starfs­fólks en margt annað. Þótt ætla megi að fólk taki almennt skyn­sam­legar ákvarð­anir hefur reynslan sýnt að auka má líkurnar á góðri frammi­stöðu með réttri hvatn­ingu.

Ráðgjafar Capacent hafa mikla reynslu og þekk­ingu tengda því að tengja laun stjórn­enda og annarra starfs­manna við árangur í starfi. Við höfum til dæmis aðstoðað fjöl­mörg fyrir­tæki við að útfæra og innleiða árang­urstengd launa­kerfi og kaup­rétt­ar­kerfi sem byggja á grund­vall­ar­at­riðum virð­is­stjórn­unar. Mögu­leikar eru óend­an­lega margir og margt ber að varast.

Capacent aðstoðar einnig við stefnu­mótun um hlunn­indi og ýmis umbun­ar­kerfi starfs­manna, t.d. viður­kenn­ingar- og verð­launa­kerfi. Eins hefur Capacent unnið að ýmsum verk­efnum á sviði stefnu­mót­unar og starfs­manna­mála fyrir fyrir­tæki og sveit­ar­félög.

Nálgun Capacent

Þjón­usta Capacent á sviði árang­ursteng­ingar og hvata­kerfa felur í sér að finna leiðir til að hvetja starfs­menn til að vinna stöðugt að því að bæta árangur, t.d. með því að fjár­festa vitur­lega, nýta eignir á mark­vissan hátt, bæta þjón­ustu eða auka sölu. Hjá fyrir­tækjum á markaði snýst rekst­urinn öðru fremur um að auka hlut­hafa­virði til lengri tíma til hags­bóta fyrir hlut­hafa, starfs­menn, samfé­lagið og aðra hags­muna­aðila.

Að mörgu þarf að huga og taka þarf afstöðu til ýmissa þátta við útfærsluna. Hér eru nokkrar spurn­ingar sem venju­lega þarf að taka afstöðu til við hönnun og útfærslu hvata­kerfa:

  • Til hvaða starfs­manna skal hvata­kerfi ná?
  • Hvaða árang­urs­mæling er notuð?
  • Hvaða tímabil verða lögð til grund­vallar?
  • Hvernig eru viðmið sett?
  • Hver er áhættu­dreif­ingin í hvata­kerfinu?
  • Á að notast við bónus­banka?
  • Á að setja þak á bónus­greiðslur?
  • Hvernig á að standa að innleið­ingu?