lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Frammistöðumat & frammistöðustjórnun

Frammi­stöðumat og frammi­stöðu­stjórnun eru meðal áhrifa­rík­ustu aðferða til að auka skil­virkni og samhæf­ingu í rekstri fyrir­tækja og stofnana.

Grund­vall­ar­at­riði fyrir vel heppnað frammi­stöðumat er að byggt sé á frammi­stöðu­lík­önum sem hæfa hverju starfi eða starfa­fjöl­skyldu. Frammi­stöðu­líkön nýtast bæði við frammi­stöðumat og aðra þætti mannauðs­mála. Mótun frammi­stöðu­líkana er unnin í nánu samstarfi við starfs­fólk og stjórn­endur og byggt á eldri gögnum sem til eru.

Capacent hefur þróað FRAMA, sem er lausn fyrir frammi­stöðu­samtöl og rafrænt utan­um­hald um þau. Kerfið er aðlagað að inntaki hvers fyrir­tækis og heild­stæð þjón­usta veitt við árleg samtöl og vinnslu stjórn­enda­upp­lýs­inga í kjöl­farið.

Einnig er boðið upp á þjálfun stjórn­enda við frammi­stöðumat og endur­gjaf­ar­samtöl. Þá veitir Capacent aðstoð við þróun lykil­manna­grein­inga og annarrar úrvinnslu úr frammi­stöðu­mati.