lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Virðisstjórnun

Þegar upp er staðið snýst rekstur flestra fyrir­tækja um að skapa virði fyrir hlut­hafa sem ætlast til þess að fá hæfi­lega ávöxtun fyrir það fjár­magn sem þeir leggja fyrir­tækjum í té.

Virð­is­stjórnun er hugmynda- og aðferða­fræði um rekstur og stjórnun fyrir­tækja. Virð­is­stjórnun metur árangur út frá ávöxtun fjár­magns og leggur höfuð­á­herslu á fram­farir. Með virð­is­stjórnun geta fyrir­tæki skapað sér samkeppn­is­for­skot sem skilar hlut­höfum, viðskipta­vinum og starfs­fólki meiri ávinn­ingi en almennt gerist. Loka­mark­miðið er að innan fyrir­tæk­isins ríki hugarfar sem einkennist af því að allir starfs­menn hugsi líkt og þeir ættu fyrir­tækið sjálfir.

Virð­is­stjórnun er í heild sinni yfir­grips­mikið verk­efni og getur verið flókið. Því er mikil­vægt að muna að mark­miðið er að virkja fólk til góðra verka en ekki að setja upp dýr og flókin kerfi.

Virð­is­stjórnun byggir á nokkrum afmörk­uðum lausnum sem hægt er að innleiða hverja fyrir sig. Capacent hefur til dæmis aðstoðað fjöl­mörg fyrir­tæki við að útfæra og innleiða árang­urstengd launa­kerfi sem byggja á grund­vall­ar­at­riðum virð­is­stjórn­unar. Eins hefur Capacent þróað og innleitt öflugar áætlana- og uppgjörs­lausnir fyrir fyrir­tæki og sveit­ar­félög.

Eftir­far­andi fimm megin­skref hafa ráðgjafar Capacent til hlið­sjónar við innleið­ingu virð­is­stjórn­unar.

  1. Virð­ismat reksturs
  2. Virð­istré og mæli­kvarðar
  3. Kerfi og verk­ferli
  4. Hvetj­andi launa­kerfi
  5. Virð­is­upp­lýs­ingar