lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Viðskiptaáætlanir

Viðskipta­á­ætlun má skil­greina sem áætlun um útfærslu á því hvernig fyrir­tæki sem stefnir að tilteknu mark­miði hyggst ná því.

Í viðskipta­á­ætlun er gerð grein fyrir þeirri viðskipta­hug­mynd sem fyrir­tækið vinnur að, hvert viðskipta­líkanið er (hverju skilar hugmyndin) og hversu miklu hún getur skilað.

Algengast er að gerðar séu viðskipta­á­ætl­anir fyrir þær viðskipta­hug­myndir sem eigandi þeirra hyggst afla fjár til að fram­kvæma með ytri aðilum. Það færist jafn­framt í vöxt að fyrir­tæki geri viðskipta­á­ætl­anir innan­húss til að gera skýrar áætl­anir um hvernig ná megi fram mark­miðum þess á tilteknum sviðum. Þótt mikil­vægt sé að skil­greina í upphafi fyrir hvern viðskipta­á­ætlun er unnin hefur Capacent lagt á það áherslu að vinna viðskipta­á­ætl­anir í náinni samvinnu við viðskipta­vini sína. Án þátt­töku þeirra verður viðskipta­á­ætl­unin ekki jafn mark­viss.