lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Verðmat, sann­virð­ismat & virð­is­rýrn­un­ar­próf

Er rétti tíminn til að selja? Hefur bókfært virði eigna rýrnað? Er samn­ings­verð sann­gjarnt? Verðmat frá óháðum aðila hjálpar til við að svara þessum spurn­ingum.

Allar eignir hafa verð­gildi hvort heldur þær eru áþreif­an­legar eða ekki. Til að árangur náist við stjórnun eigna og til að tryggja arðsemi er nauð­syn­legt að þekkja virði eign­anna.

Algengast er að verðmat sé gert í tengslum við viðskipti með hluti, en verðmat er einnig notað til að þekkja og stað­festa virði eigna.

Auk þess sem verð­mats­að­ferðum er beitt við mat á virði hluta í viðskiptum milli aðila er þeim einnig beitt við gerð sann­virð­is­mats (Fair­ness Opinions) og við gerð virð­is­rýrn­un­ar­prófs (Impa­ir­ment Tests).

Ráðgjafar Capacent hafa gert verðmöt við ýmsar aðstæður þar sem ýmist er unnið fyrir kaup­anda eða selj­anda eða gert er sameig­in­legt verðmat fyrir báða aðila. Í sumum tilfellum gera aðilar verðmat sjálfir en leita til óháðs aðila um sann­virð­ismat (Fair­ness Opinion) þar sem farið er yfir helstu forsendur verð­matsins og lagt mat á það hvort verð í viðskiptum er sann­gjarnt fyrir þann aðila sem leitar eftir matinu. Við uppgjör félaga þarf í mörgum tilfellum að leggja mat á virði einstakra eigna í þeim. Capacent hefur aðstoðað þessi félög við fram­kvæmd virð­is­rýrn­un­ar­prófa, þ.e. lagt mat á það hvort virði umræddra eigna haldist óbreytt milli ára.

Virði hlutar í eign ræðst af því hversu miklu virði hann getur skilað eiganda sínum á þeim tíma sem hlut­urinn er eign hans. Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar til að gera verðmat, s.s. núvirðing frjáls fjár­flæðis, verðmat byggt á kenni­tölum og mat á virði einstakra eigna. Capacent beitir þessum aðferðum eftir því sem við á hverju sinni, en að öðru jöfnu er núvirð­ingu sjóðs­streymis beitt við verðmat.

Capacent leggur áherslu á það við mat á virði fyrir­tækja að þær forsendur sem lagðar eru til grund­vallar séu gegn­sæjar og að lesandi verð­mats­skýrslu geti greint áhrif einstakra forsendna á niður­stöðu matsins.