lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Smíði fjármála- & uppgjörslíkana

Treystir þú þínum tölum? Uppgjör, áætl­anir, verðmöt og hagkvæmn­is­at­hug­anir eru dæmi um verk­efni sem hægt er að leysa með smíði líkana, t.d. í Excel, eða með notkun sérhæfðari hugbún­aðar.

Innan íslenskra fyrir­tækja hefur notkun á Excel líkönum verið útbreidd enda mögu­leikar miklir við útreikn­inga og fram­setn­ingu á tölu­legum niður­stöðum. Það frjáls­ræði sem Excel veitir getur hins vegar skapað villur og önnur vandamál.

Capacent hefur mikla reynslu af smíði fjár­mála­líkana, allt frá einföldum arðsem­is­út­reikn­ingum til flók­inna deilda­skiptra áætlana- og uppgjörslíkana. Líkönin hafa þótt einstak­lega aðgengileg, auðveld í notkun og áreið­anleg.

Unnið er samkvæmt bestu aðferðum við hugbún­að­ar­gerð og mögu­leiki er að fá í hendur vottað líkan sem gerir ákvarð­ana­töku fjár­mála­stjórans mark­vissari.

Dæmi um líkön sem Capacent hefur smíðað í Excel eru:

  • Uppgjörs- og áætl­ana­líkön sem notuð eru hjá meiri­hluta sveit­ar­fé­laga.
  • Áætl­unar-, uppgjörs- og bókhalds­líkön sem eru notuð og dreift af Impru á Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands.
  • Gagna­grunnstengd samstæðu­upp­gjörslíkön fyrir fyrir­tæki.
  • Virð­is­líkön og virð­istré til grein­ingar á raun­hagnaði félaga og einstakra eininga innan þeirra.
  • Sjóð­streymis­líkön af ýmsum stærðum og gerðum.
  • Verð­matslíkön og ýmiss konar líkön til mats á fjár­fest­ingum.