lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Rekstrar- & stjórnsýsluúttektir

Stjórn­sýslu­út­tekt er fyrst og fremst gerð í því skyni að meta stjórn­skipulag og hvernig opin­berum aðilum tekst að sinna lögbundnum (og ólög­bundnum) verk­efnum.

Leitast er við að kanna hvort ábyrgð og hlut­verk stjórn­enda og starfs­manna sé rétt fyrir komið. Einnig fer fram athugun á boðleiðum og virkni skipu­lags­ein­inga. Rekstr­ar­út­tektir innan stjórn­sýsl­unnar snúast um það að greina hvernig ferlum, fjár­málum og öðrum björgum er beitt til að veita þjón­ustu eða, ef um eftir­lits­stofnun er að ræða, að sinna eftir­liti á sem hagstæðastan hátt.

Afurðir verk­efna á þessu sviði er úttekt­ar­skýrsla sem hefur að geyma ábend­ingar sem geta varðað stjórn­skipulag, starfs­menn, fjármál, stefnu, markmið og annað sem betur má fara hjá stofn­unum.

Capacent hefur víðtæka reynslu á þessu sviði og hafa ráðgjafar komið að tugum verk­efna sem hafa það að mark­miði að bæta íslenska stjórn­sýslu.

Í verk­efnum á sviði rekstrar- og stjórn­sýslu­út­tekta er miðað við að:

  1. Meta árangur í samræmi við markmið og stefnu.
  2. Meta hagkvæmni og skil­virkni í starf­semi.
  3. Greina úrbóta­tæki­færi.
  4. Greina forgangs­röðun verk­efna.