lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Kaup og sala fyrirtækja og fasteigna

Viltu undirbúa fyrir­tæki þitt fyrir sölu? Ertu að leita að kauptæki­færum? Vand­aður undir­bún­ingur getur skipt sköpum í stórum ákvörð­unum sem þessum.

Kaup eða sölu eigna fylgja ýmis verk­efni. Skil­greina þarf hvað það er sem kaupa/selja á, með hvaða skil­yrðum kaup/sala getur farið fram, hvert er verðið, hverjir eru greiðslu­skil­málar, hvaða áhrif hefur það á fjárhag kaup­anda/selj­anda, hvernig er hægt að sann­reyna að verð sé sann­gjarnt fyrir eignina, hvernig má finna kaup­anda/selj­anda, ganga þarf frá nauð­syn­legum skjölum, auk ýmissa annarra verk­efna sem fylgja viðskiptum sem þessum.

Capacent fylgir viðskipta­vinum sínum í gegnum ferlið frá því að hugmynd vaknar um að kaupa/selja eign og þar til viðskipt­unum er lokið. Ef um kaup­anda er að ræða getur Capacent aðstoðað við að finna hentug kauptæki­færi. Slík vinna felur m.a. í sér grein­ingu á aðstæðum kaup­anda og mat á samlegð­ar­á­hrifum.

Ef um selj­anda er að ræða getur Capacent aðstoðað við mat á því hver áhrifin verða fyrir núver­andi eigendur ef sala á sér stað t.d. ef greitt er með hlutafé í félagi kaup­andans þá metur Capacent virði þeirrar greiðslu, auk annarra áhrifa.

Capacent aðstoðar einnig við mat á því hvaða skil­yrði eðli­legt er að hafa í samn­ingum milli kaup­enda og selj­enda þ.m.t. hlut­hafa­samn­inga. Ráðgjafar Capacent leggja áherslu á að fylgja verk­efninu eftir þar til því er lokið og vera viðskipta­vinum sínum til ráðgjafar við undir­búning s.s. verðmat, sann­virð­ismat, gerð áreið­an­leika­könn­unar, gerð samn­inga og gerð hlut­hafa­sam­komu­lags. Í fram­haldi af kaupum félags þarf eftir atvikum að undirbúa samruna hins keypta félags við félag kaup­andans til að tryggja að samlegð­ar­á­hrif nái fram að ganga. Capacent aðstoðar viðskipta­vini sína við að ná slíkum áhrifum fram m.a. með stefnu­mótun og gerð aðgerða­á­ætl­unar/viðskipta­á­ætl­unar.