lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Áreiðanleikakannanir

Er lík í farteskinu? Við kaup og sölu fyrir­tækja og annarra eigna er mikil­vægt að greina helstu áhættu­þætti við kaupin.

Áreið­an­leika­könnun er gerð til að kanna hvort þær upplýs­ingar sem fyrir liggja um fyrir­tæki gefi rétta mynd af virði þess þegar aðilar eiga í viðskiptum með hluti í því.

Áreið­an­leikakann­anir má greina í eftir­far­andi flokka:

  • Fjár­hagsleg áreið­an­leika­könnun
  • Viðskiptaleg áreið­an­leika­könnun
  • Lagaleg áreið­an­leika­könnun

Capacent leggur á það áherslu við gerð áreið­an­leikakannana að greina sérstak­lega þá þætti sem mikil­væg­astir eru starf­semi þess fyrir­tækis sem til skoð­unar eru hverju sinni.

Við upphaf áreið­an­leika­könn­un­ar­innar er lagður fram listi yfir þær upplýs­ingar sem óskað er eftir og frekari upplýs­inga er aflað með viðtölum við stjórn­endur og aðra þá sem nauð­syn­legt er að hafa samband við til að tryggja skýra mynd af félaginu.

Auk þess sem Capacent gerir fjár­hags­lega áreið­an­leika­könnun leggja ráðgjafar áherslu á að gerð sé viðskiptaleg áreið­an­leika­könnun sem felur í sér skoðun á áhættu­þáttum í rekstri fyrir­tæk­isins, s.s. greining á lykil­starfs­mönnum, kerfum og ferlum, mark­aðs­stöðu og öðrum þeim þáttum sem haft geta áhrif á starf­semi félagsins og verð­mæti.

Niður­stöður eru settar fram með áherslu á lykil­þætti og eftir atvikum hversu mikil áhrif þeir geta haft á virði félagsins.