lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Stefnumótun & uppbygging áhættustýringar

Mótun og innleiðing áhættu­stýr­ingar er eitt mikil­væg­asta verk­efni sem stjórn­endur taka sér fyrir hendur.

ISO 31000 er alþjóð­legur staðall um áhættu­stjórnun og í staðl­inum er áhætta skil­greind sem „áhrif óvissu á markmið“ og hefur þannig bæði neikvæða og jákvæða eigin­leika. Því er mikil­vægt við áhættu­stjórnun að huga ekki einungis að áhættu heldur einnig að jákvæðum þáttum, þ.e. tæki­færum.

Hægt er að gera áhættumat fyrir allan rekstur fyrir­tækis eða fyrir einstaka þætti þar sem óvissa er mikil.

Capacent hefur þróað aðferð­ar­fræði sem byggir á alþjóð­legum stöðlum og er til þess gerð að fyrir­tæki standi eftir með skýrari sýn yfir mögu­lega áhættu í rekstr­inum en einnig að ljóst sé hvar nauð­syn­legt er að grípa til aðgerða.

Aðferðir Capacent stuðla að því að áhættu­vitund starfs­manna aukist og stjórn­endur séu betur upplýstir um stöðuna og um þær áhættur sem þarf að taka tillit til við rekstur fyrir­tækja.

Eitt lykil­at­riði við áhættumat er að beita ekki of flók­inni nálgun og að auðvelda þannig stjórn­endum og starfs­mönnum að meta og velja áhættu sem á að lifa með eða milda.

Capacent notar hugbún­aðinn Xadd ERM í úrvinnslu áhættu­mats.