lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Samfelldur rekstur & neyðaráætlanir

Mikil­vægt er að til staðar sé neyð­ar­á­ætlun sem endur­speglar verklag og viðbrögð verði fyrir­tæki eða stofnun fyrir alvar­legum áföllum eða rekstr­ar­stöðvun.

ISO 22301 stað­allinn skil­greinir kröfur til stjórn­kerfis fyrir­tækja um viðbrögð og varnir gegn alvar­legum áföllum. Í stefnu um órofinn eða samfelldan rekstur er ýmsum spurn­ingum svarað, s.s. hver sé yfir­maður neyð­ar­að­gerða, hlut­verk og ábyrgð þeirra sem eiga að koma að og stýra neyð­ar­að­gerðum, fjögur mismun­andi neyð­ar­stig og ferla­lýsing fyrir hvert stig.

Capacent hefur þróað aðferð­ar­fræði sem byggir á alþjóð­legum stöðlum og er til þess gerð að fyrir­tæki standi eftir með skýrari sýn yfir nauð­synleg viðbrögð og aðgerðir verði rof á rekstri.

Við áætl­unina eru viðaukar sem lýsa ítar­lega áætlun um endur­reisn lykil­kerfa. Í viðauka um endur­reisn er t.a.m. farið yfir viðbrögð við endur­setn­ingu tiltek­inna kerfa og tíma­viðmið. Afrit­un­ar­á­ætlun er einnig mikil­vægur þáttur af áætl­un­inni ásamt lista yfir helstu tengiliði, hjá fyrir­tækinu eða stofn­un­inni ásamt ytri aðilum, birgjum o.s.frv.

Mikil­vægt er að meta áhættu áður en áætlun um endur­reisn er útbúin. Stað­allinn ISO/IEC 27005:2011 er hafður til hlið­sjónar við mat á áhættu.