lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Verslun & þjónusta

Verslun og þjónusta er ein mikilvægasta atvinnugrein landsins og starfsemi á þessu sviði þróast hratt með nýrri tækni og stöðugt kröfuharðari neytendum.

Capacent býður upp á alhliða fyrirtækjalausnir sem henta vel fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki. Hjá okkur starfa sérfræðingar í stefnumótun, ferlum og upplýsingatækni, áætlanagerð, mannauðsmálum og á fleiri sviðum. Í þeirri miklu samkeppni sem ríkir í verslun og þjónustu skiptir máli að til staðar sé skýr markaðsstefna, vel skilgreindir markhópar og traustar upplýsingar til þess að skara fram úr og ná árangri.

Ráðgjafar Capacent vinna með fyrirtækjum á öllum sviðum við skipulagningu og stjórnun markaðsmála með áherslu á mótun og framkvæmd markaðsstefnu. Lykilatriðið er aðstoð við gerð markaðsáætlana, þar sem tilgreindar eru aðgerðir um öflun upplýsinga um markaðinn, áherslur á einstaka markhópa, markaðssetningu, sölu, stjórnun viðskiptatengsla, þjónustu og mat á árangri.