lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Stéttarfélög & félagasamtök

Á sama tíma og félagasamtökum innan atvinnulífsins og verkalýðsfélögum hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum mæta þau oftar en ekki ýmiss konar viðfangsefnum sem kalla á sérfræðiþjónustu.

Capacent býður verkalýðsfélögum og félagasamtökum upp á víðtæka þjónustu á sviði ráðgjafar, ekki síst á sviði stefnumótunar, skipulagsmála, margvíslegra úttekta, greininga og mannauðsmála. Þekking okkar á hinum fjölmörgu greinum atvinnulífsins nýtist vel í því starfi.

Einnig hefur Capacent sinnt ráðgjöf vegna ráðninga hjá félagasamtökum í mörg ár og eru ráðgjafar okkar orðnir vel þjálfaðir á því sviði.