lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Sjávarútvegur

Hjá Capacent liggur mikil þekking og reynsla á starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja, hvort sem um er að ræða innlendan sjávarútveg eða alþjóðlegan.

Ráðgjafar okkar hafa starfað náið með sjávarútvegsfyrirtækjum og skilja þannig tungumál greinarinnar og þær sveiflur sem henni fylgja. Sjávarútvegur er mjög háður ýmsum ytri skilyrðum, hvort sem er tengdum veiðum, markaðssetningu eða stjórnmálalegri stefnumótun. Af þessum sökum eru sveiflur í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja oft miklar. Til að veita sjávárútvegsfyrirtækjum faglega ráðgjöf er lykilatriði að ráðgjafar þekki vel til geirans.

Þegar kemur að stærri verkefnum felst styrkur Capacent í þeirri miklu breidd sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða í alhliða lausnum fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Þar vinna saman ráðgjafar í stefnumótun, samfélagsábyrgð, ferlum, áætlanagerð, mannauðsmálum og á fleiri sviðum. Capacent getur þannig tekið að sér afmarkaða hluta verkefnis eða boðið fram heildarlausn frá hugmynd að fjármögnun og framkvæmd.

Capacent býður upp á fjármálaráðgjöf sem snýr að gerð virðisrýrnunarprófa, hagkvæmnisathugana og hlutlausu áliti á fjármálagerningum. Hvað almenna ráðgjöf varðar þá hafa ráðgjafar fyrirtækisins mikla reynslu í ráðgjöf tengdri stefnumótun og áætlanagerð hjá sjávarútvegsfyrirtækjum.