lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Sjávarútvegur

Hjá Capacent liggur mikil þekking og reynsla á starf­semi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, hvort sem um er að ræða innlendan sjáv­ar­útveg eða alþjóð­legan.

Ráðgjafar okkar hafa starfið náið með sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum og skilja þannig tungumál grein­ar­innar og þær sveiflur sem henni fylgja. Sjáv­ar­út­vegur er mjög háður ýmsum ytri skil­yrðum, hvort sem er tengdum veiðum, mark­aðs­setn­ingu eða stjórn­mála­legri stefnu­mótun. Af þessum sökum eru sveiflur í rekstri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja oft miklar. Til að veita sjáv­á­rút­vegs­fyr­ir­tækjum faglega ráðgjöf er lykil­at­riði að ráðgjafar þekki vel til geirans.

Þegar kemur að stærri verk­efnum felst styrkur Capacent í þeirri miklu breidd sem fyrir­tækið hefur upp á að bjóða í alhliða lausnum fyrir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki. Þar vinna saman ráðgjafar í stefnu­mótun, samfé­lags­á­byrgð, ferlum, áætl­ana­gerð, mannauðs­málum og á fleiri sviðum. Capacent getur þannig tekið að sér afmarkaða hluta verk­efnis eða boðið fram heild­ar­lausn frá hugmynd að fjár­mögnun og fram­kvæmd.

Capacent býður upp á fjár­mála­ráð­gjöf sem snýr að gerð virð­is­rýrn­un­ar­prófa, hagkvæmn­is­at­hugana og hlut­lausu áliti á fjár­mála­gern­ingum. Hvað almenna ráðgjöf varðar þá hafa ráðgjafar fyrir­tæk­isins mikla reynslu í ráðgjöf tengdri stefnu­mótun og áætl­ana­gerð hjá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum.