lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Ríki & sveitarfélög

Stjórnsýslan stendur frammi fyrir þeirri stöðugu áskorun að móta skipulag og ferla sem gera ráðuneytum, stofnunum og sveitarstjórnum kleift að uppfylla hlutverk sitt með sóma á sem hagkvæmastan hátt.

Innan Capacent er að finna sérfræðiþekkingu og reynslu á fjölmörgum sviðum opinberrar stjórnsýslu. Ráðgjafar Capacent hafa margir hverjir að baki langan feril sem starfsmenn og stjórnendur í opinberum rekstri og þekkja vel hið flókna samspil ýmissa hagsmuna og skyldna sem taka þarf tillit til ef góður árangur á að nást.

Með markvissri greiningarvinnu aukum við líkur á því að ákvarðanir um úrbætur séu byggðar á traustum grunni. Við höfum mikla reynslu í greiningu á aðstæðum og skilgreiningum á mælikvörðum, við höfum sinnt ráðgjöf til stjórnenda í öllum greinum opinbers rekstrar og höfum á að skipa þrautreyndum ráðgjöfum í ráðningum á nýjum starfsmönnum. Þá erum við sérfræðingar í stefnumótun, stjórnsýsluúttektum, vinnu við stjórnskipulag og höfum reynslu af því að innleiða og viðhalda stefnumarkmiðum.