lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Orka & iðnaður

Íslendingar standa framarlega á heimsvísu á sviði vistvænnar orku og ýmsum greinum stóriðju. Capacent hefur komið að ýmsum verkefnum á þessu sviði, jafnt hér á landi sem erlendis.

Orkuiðnaður og margvísleg iðnaðarframleiðsla vega þungt í verðmætasköpun þjóðarbúsins. Capacent býður upp á margvíslegar fyrirtækjalausnir fyrir fyrirtæki sem starfa í þessum geirum. Sérfræðingar okkar veita t.a.m. ráðgjöf í stefnumótun, ferlahönnun, upplýsingatækni, áætlanagerð, mannauðsmálum, og á fleiri sviðum.

Capacent getur gegnt margvíslegum hlutverkum þegar kemur að ráðgjöf innan þessa geira: Við til lausnir og leggjum til þau tól sem þeim fylgja. Við getum verið í hlutverki verkefnastjóra og keyrt verkefni áfram áður en fyrirtækin taka sjálf við þeim. Við getum einnig bæst í starfsmannahóp viðskiptavinarins og lagt til þekkingu og reynslu sem stuðlar að enn betri árangri teymisins.
Ráðgjöf Capacent hefur ekki síst beinst að fjármála- og mannauðssviðum orku- og stóriðjufyrirtækja. Við höfum veitt aðstoð við gerð rekstraráætlana, þ.e. að móta verklag og ferla við gerð áætlana, og við gerð verklagsreglna, t.d. vinnulýsingar, leiðbeiningar og flæðirit. Þá hafa ráðgjafar Capacent einnig aðstoðað við hagræðingu, við innkaupamál og annast útvistun á launakerfum. Fyrir starfsmannasvið fyrirtækja í þessum geira hefur Capacent t.d. sinnt ráðgjöf á sviði ráðninga- og starfsmenntunarmála.

Capacent hefur einnig á að skipa fólki með mikla reynslu af innleiðingu vottaðra gæðakerfa og annarra kerfa sem orku- og stóriðjufyrirtæki notast gjarnan við t.d. Straumlínustjórnun (Lean). Capacent er einnig í samstarfi við fjölþjóðlegt fyrirtæki, Nexus Global, um verkefni á sviði viðhalds og áreiðanleika búnaðar.