lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Orka & iðnaður

Íslend­ingar standa fram­ar­lega á heims­vísu á sviði vist­vænnar orku og ýmsum greinum stór­iðju. Capacent hefur komið að ýmsum verk­efnum á þessu sviði, jafnt hér á landi sem erlendis.

Orku­iðn­aður og marg­vísleg iðnað­ar­fram­leiðsla vega þungt í verð­mæta­sköpun þjóð­ar­búsins. Capacent býður upp á marg­vís­legar fyrir­tækja­lausnir fyrir fyrir­tæki sem starfa í þessum geirum. Sérfræð­ingar okkar veita t.a.m. ráðgjöf í stefnu­mótun, ferla­hönnun, upplýs­inga­tækni, áætl­ana­gerð, mannauðs­málum, og á fleiri sviðum.

Capacent getur gegnt marg­vís­legum hlut­verkum þegar kemur að ráðgjöf innan þessa geira: Við til lausnir og leggjum til þau tól sem þeim fylgja. Við getum verið í hlut­verki verk­efna­stjóra og keyrt verk­efni áfram áður en fyrir­tækin taka sjálf við þeim. Við getum einnig bæst í starfs­mannahóp viðskipta­vin­arins og lagt til þekk­ingu og reynslu sem stuðlar að enn betri árangri teym­isins.
Ráðgjöf Capacent hefur ekki síst beinst að fjár­mála- og mannauðs­sviðum orku- og stór­iðju­fyr­ir­tækja. Við höfum veitt aðstoð við gerð rekstr­ar­á­ætlana, þ.e. að móta verklag og ferla við gerð áætlana, og við gerð verk­lags­reglna, t.d. vinnu­lýs­ingar, leið­bein­ingar og flæðirit. Þá hafa ráðgjafar Capacent einnig aðstoðað við hagræð­ingu, við innkaupamál og annast útvistun á launa­kerfum. Fyrir starfs­manna­svið fyrir­tækja í þessum geira hefur Capacent t.d. sinnt ráðgjöf á sviði ráðn­inga- og starfs­mennt­un­ar­mála.

Capacent hefur einnig á að skipa fólki með mikla reynslu af innleið­ingu vott­aðra gæða­kerfa og annarra kerfa sem orku- og stór­iðju­fyr­ir­tæki notast gjarnan við t.d. Straum­línu­stjórnun (Lean). Capacent er einnig í samstarfi við fjöl­þjóð­legt fyrir­tæki, Nexus Global, um verk­efni á sviði viðhalds og áreið­an­leika búnaðar.