lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Heilbrigðisgeirinn

Capacent hefur unnið að ýmsum stefnumótunar- og rekstrarverkefnum fyrir heilbrigðisgeirann.

Capacent býður upp á heildarlausnir fyrir stjórnvöld, fyrirtæki og stofnanir á sviði heilbrigðisþjónustu, allt frá stefnumótun, skipulagi, ferlum og mannauði. Ráðgjafar Capacent leggja mikla áherslu á að virkja þekkinguna innanhúss. Þeir sem eiga að vinna með lausnir eru virkjaðir í ferlinu þannig að þekking þeirra komi að fullum notum. Við fylgjum innleiðingunni eftir og höfum reynslu og þekkingu í að þjálfa starfsmenn og stjórnendur viðkomandi fyrirtækja og stofnana. Jafnframt erum við sérfræðingar í sjálfri starfseminni, í ferlunum, í tölvumálum, innkaupamálum og allri vinnu sem lýtur að rafrænum sjúkraskrám.

Fyrir stjórnendur er einnig lykilatriði að ráða inn rétta fólkið og meta hæfni þeirra þannig að hámarksárangur náist og vinna sérfræðingar Capacent náið með heilbrigðisstofnunum að ráðningum sérfræðinga og stjórnenda í fjölbreytt störf.