lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Fjármál & tryggingar

Capacent hefur í gegnum tíðina veitt bönkum, sparisjóðum, tryggingafélögum og lífeyrissjóðum þjónustu einkum á sviði mannauðsmála, stefnumótunar og upplýsingatækni.

Þarfir fjármála- og tryggingafyrirtækja eru margbreytilegar og koma ráðgjafar Capacent að fjölmörgum þáttum í rekstri þeirra. Við störfum náið með mannauðsdeildum fyrirtækjanna að margvíslegum verkefnum, allt frá ráðningum til eflingu stjórnenda og vinnum með stjórnendum að stefnumótun, samfélagsábyrgð, rekstraráhættustýringu og margvíslegri áætlanagerð.

Þá koma sérfræðingar okkar á sviði upplýsingatækni að til dæmis öryggismálum tölvukerfa og leyfismálum hugbúnaðar.